Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 110
KVIKSETTUR.
Eftir Amóld Bennett.
[Frh.].
En þeg’ar þau voru komin inn,
og hún var búinn að losa sig við
yfirhöfn og komin í vinnufötin,
var eins og skap hennar breyttist
allt í einu“.
„Það verður að hafa það!“
sagði hún. „Hvort sem við fáum
nokkuð eða ekki neitt, þá er nú
kominn te-tími. Eg nenni ekki að
vera að kveina og kvarta yfir
þessu. Eg ætlaði að búa til eggja-
köku, og eg skal líka búa til
eggjaköku“.
Hann heyrði til hennar í eld-
húsinu, Hún raulaði glaðlega við
verk sitt. Hann gægðist fram fyr-
ir. Hún stóð þar hraustleg og
spengileg, með ermarnar brettar
upp fyrir olnboga. Hann langaði
til þess að taka utan um hana og
kyssa hana. En hann vantaði hug-
rekki til þess að ráðast í slíkt þrek
virki á svona óvenjulegum tíma.
Um kvöldið gekk hann út, frem-
ur huldu höfði. Hann hafði tekið
mikla ákvörðun. Hann gekk laumu
lega niður Wertersveg og Há-
stræti, og staðnæmdist fyrir utan
ritfangabúð eina, þar sem einnig'
voru seldir litir og annað málara-
dót. Hann gekk inn með hjart-
slætti miklum og spurði um á-
kveðna liti. Ung, og afar röskleg
stúlka afgreiddi hann, og hún virt-
ist vita allt um liti og listir yfir-
leitt. Hún gerði nú snarpa árás á
hann, til þess að fá hann til þess
að kaupa afardýran málarastokk,
sem breiða mátti út í s£Órt spjald
og draga út úr því fætur og allt
þess háttar. Með því fylgdi lita-
borð eins og Edwin Long, R. A-
hafði* notað, og litaforði Lord
Leightons, F. R. A. og þurkefni,
sem Whistler hafði allt af viljað
hafa. Farll slap'p loks út úr búð-
inni með það sem hann ætlaði að
kaupa og ofurlítið meira. Það létti
af honum fargi,'þegar hann var
kominn undan þessu rannsakandi
augnaráði búðarstúlkunnar. Hon-
um fannst á hverju augnablikr