Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 73
Stefnir]
Stjórnarfarið.
263
Æreta líka snúizt upp í það að
tala um ráðdeildarleysi og ang-
urgapahátt stjórnarinnar. Ogþað
•er nú komið svo, að sú röddin
’verður lang-hæst.
Skuldirnar eru nú komnar upp
yfir 40 milljónir, og útgjöld eins
•árs hafa komizt langt upp yfir
20 milljónir, og orðið gífurlegur
halli á lang-mesta tekjuári ríkis-
sjóðs. Nú stendur allt eins og
Jamað eftir aðfarirnar.
Það er ekki furða, þó að gefin
■verði út á fínan gljápappír bók
um fjársóun stjórnarinnar. Hún
kemur of seint, til þess að færa
stjórninni lof. Hún kemur eins
«g skrautrit með myndum, um
tyrii-tæki, sem farið er um koll
fyrir ógætilega stjórn. Hún verð-
það, sem Snorri myndi hafa
kallað „háð en ekki lof“.
Nei, dugnað þarf engan til að
eyða fé þjóðarinnar. Til þess
fcarf glannaskap samfara rýru
viti á því, hvað þjóðinni sé fyrir
*>eztu, og annað ekki.
Stjórnarinnar hlutverk á sann-
arlega ekki að vera það, að
^treytast í líf og blóð við að
^eppa í góðæri við atvinnurek-
■endur um vinnukraftinn og
rekstrarféð, og spenna með því
hvorttveggja upp, kaupgjald og
lánsvexti. En þett.a hefir nú orð-
ið afleiðing af þessum „dugnaði".
Auk þess hefir stjórnin tæmt
lánstraust landsins í góðærinu.
Hún hefir eytt öllu, sem inn varð
pínt með sköttum í góðærinu,
og það var mikið, og auk þess
öllu, sem hægt var að fá lánað
annarsstaðar að. Hún hefir vand-
lega étið allar feitu kýrnar, eins
og mögru kýrnar gerðu í draumi
Faraós, og eins og allar þess-
háttar magrar kýr hafa gert á
öllum tímum, svo að ekkert er
til erfiðu áranna.
En er þá þessi „dugnaður“
stjórnarinnar ekkert annað en
þjóðsaga?
Jú, hann er meira. Hann er
til í raun og veru. En gallinn er
sá, að hann virðist stefna í allt
aðrar áttir en þær, að verða
góðir liðsmenn í stöðum þeim,
sem ráðherrarnir eru settir í. —
Dugnaðurinn og áhuginn sýnist
stefna að lang-mestu leyti að
því, að draga fram hagsmuna-
mál flokksins, sem styður þá,
ferðast í hans þágu, skrifa í
flokksblöð hans og miða athafnir
sínar við vonir um fylgi. Dugn-
aðurinn fer sem sagt í það, sem
kallað er „agitation“. Ráðherr-
ar Framsóknarflokksins sýnast