Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 42
232
Skrautvasinn.
[Stefnir
lofuð, - en hvernig mátti þetta
verða?“
„Eg tók mér bessaleyfi og
hringdi til herra Sipperleys 1 yð-
ar nafni, og bað hann að koma
strax.“
„Jæja, svo þannig stóð á því,
að hann var hjá mér. Ágætt, á-
fram með söguna“.
„Svo gerðist eg svo djarfur,
að eg hringdi til ungfrú Moon
og sagði henni, að herra Sipper-
ley hefði orðið fyrir slysi, og
eins og eg bjóst við, varð ung-
frúin ákaflega hrærð, og sagð-
ist óðara mundu koma til að
sjá, hvernig honum liði. Frá því
að hún kom og þangað til or-
ustunni var lokið, liðu aðeins ör-
fáar mínútur. Það virðist sem
ungfrú Moon hafi lengi elskað
Sipperley og —“.
„Eg hefði nú búist við, að
hún hefði orðið æfareið, er hún
kom og sá, að þú hafðir logið
að henni, að Sipperley hefði slas-
ast“.
„Sipperley varð fyrir alvar-
legu slysi, herra“.
„Slasaðist hann?“
„Já herra“.
„Hvílík blessun! Eg á auðvit-
að við blessun, í samanburði við
þau slys, sem við töluðum um í
morgun“.
„Áður en eg hringdi til ung-
frú Moon, gerðist eg svo djarf-
ur að slá Sipperley þéttingshögg
í höfuðið, með einni af golf-
kylfunum yðar, sem til allrar
hamingju lá í einu horninu á
herberginu. Eins og þér munið,
voruð þér að æfa yður í morg-
un, áður en þér fóruð út“.
Eg gapti af undrun. Alltaf
hafði eg vitað, að Jeeves var
gáfaður með afbrigðum og
traustur sem bjarg, ef hann átti
að velja mér sokka eða bindi,
en aldrei hafði mér dottið í hug,
að hann væri jafn lagtækur við
erfiðisvinnu sem þessa. Þessi at-
burður gaf mér nýja innsýn í eðl-
isgáfur hans og lundarfar, og eg
starði á hann þangað til slæð-
an féll frá augum mér.
„Jeremías minn!“
„Eg hafði mikið samvizkubit
út af þessu, en þetta var eina
hugsanlega leiðin“.
„En var Sipperley ekki æfa-
reiður, er hann raknaði úr rot-
inu og uppgötvaði, að þú hafð-
ir barið hann með kylfunni?"
„Það vissi hann auðvitað ekk-
ert um; eg beið nefnilega þang-
að til að hann sneri við mér
bakinu“.
„Hvernig sögðuð þér honum,
að slysið hefði viljað til?“