Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 34
224
SkrautVasinn.
[Stefnir
út ráð, sem rífur þá slæðu frá.
Ækiljið þér?“
„Nei, herra, ekki almenni-
lega“.
„Jæja, nú skuluð þér sjá, við
hvað eg á. Eins og sakir standa,
misbýður þessi skólastjóri Sip-
pey, af því að hann álítur, að
hann sé blindfullur af auðmýkt
fyrir sér æðri mönnum. Ár eru
liðin síðan, og nú rakar Sippey
sig á hverjum degi og er rit-
stjóri, en þó getur hann aldrei
.gleymt, að þessi karlhjassi veitti
honum sex vel útilátin vandar-
högg. Afleiðingin er vitanlega
.sjúkleg undirgefni. Eina ráðið
-við þessu er að láta Sippey sjá
karlgarminn í einhverju hlægi-
legu ástandi. Þá mun slæðan
falla frá augum hans. Þetta sjá-
ið þjer sjálfur, Jeeves. Hugsið
yður sjálfan yður. Án efa eigið
Þér fjölda vina og kunningja, er
líta upp til yðar og dást að yð-
ur. En segjum nú, að þér, alveg
dauðadrukkinn, dönsuðuð á nátt-
klæðunum í Piccadilly Cirkus?“
„Það virðist nokkuð fjarlægt,
herra?“
„Já, en segjum nú svo. Myndi
slæðan þá ekki falla frá augum
Jieirra? “
„Jú-ú, herra“.
„Tökum nú annað dæmi. Mun-
ið þér eftir því, þegar hún Agata
frænka mín kærði stúlkuna á
franska gistihúsinu fyrir það að
hafa stolið perlufestinni, sem
fannst svo í skúffunni hennar?“
„Já, herra“.
„Þá leit hún út eins og rauð-
kálshöfuð, já, eins og verðlauna-
kálhöfuð“.
„Séð hefi eg ungfrú Spencer
fegurri en þá, herra“.
„Því get eg trúað, en fylgstu
nú með mér eins og tígrisdýr.
Þegar eg sá Agötu frænku 1
slíkri niðurlægingu, þegar eg sá
hana verða fjólubláa í framan
og vera kastað út í skamma-
skotið á fljúgandi frönsku, af
eiganda gistihússins, ýstrubelg
með barta, þá féll slæðan frá
augum mínum, og það án þess að
eg deplaði þeim. í fyrsta skifti á
æfi minni missti eg þá virðingu,
sem þessi kvenvera hafði látið
mig bera fyrir sér frá bernsku.
Raunar kom hún nú aftur, það
verð eg að játa; en þegar eg sá
Agötu, svona á sig komna — allt
öðruvísi en eg lengi hafði séð
hana, sem sé ekki eins og gráð-
uga hýenu, heldur eins og sma-
barn, sem hefir bía.ð á sig, Þa
hefði eg getað sagt henni mein-
ingu mína, án þess að draga
nokkuð undan. Hinsvegar bann-