Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 53
Stefnir]
Stjórnarfarið.
243
Með þessari lýsing á því,
hvemig Framsóknarflokkurinn
hefir fylgt fram aðalstefnumál-
um sínum, verður þá þessu fyrsta
prófi lokið.
Hvað leiðir það í ljós um
stjórnarfarið?
Hefir stjórnin reynst orðheld-
in, trú sínum fyrri orðum, hvort
sem hún lastaði andstæðinga eða
lofaði einhverju beinlínis, og ó-
bifanleg við þau mál, sem hún
var kosin til að hrinda fram?
Það er bezt að láta hvern um
sinn eigin dóm í þessu efni.
2. DRENGSKAPUR I LEIK.
Stjórnarfarið hlýtur að fá mik-
inn svip af því, hvort þeir menn,
sem með völdin fara, viðhafa
drengskap í leik eða ekki. En
*nikið lán er það fyrir hverja þá
bjóð, sem gerir strangar kröfur
til valdamanna sinna í þessu
efni. — Asquith, hinn nafnfrægi
forsætisráðherra Breta, varð æfa-
^eiður, er einhver þingmaður ef-
aðist um, að hann hefði gefið
rétta skýrslu. Sagði hann, að það
yrði að vera gersamlega óhugs-
andi, að forsætisráðherra Bret-
iands segði ósatt. — 1 öðru landi
hseldist forsætisráðherra um yfir
^í, að hafa „tekið keilur“ á
pólitískum fundi, með því að
segja skröksögu um andstæð-
ing sinn. Hér er mikill munur á.
Þetta um sannsöglina er þó
ekki nema einn þáttur í þessu
máli. Það reynir á miklu fleiri
mannkosti þeirra, sem í ráð-
herrastöðum eru, og þeir geta
eitrað andrúmsloft stjórnmál-
anna með mörgu fleiru en ó-
sannindum.
Skal þó fyrst vikið að þessu
atriði, og athugað nokkuð, hvern-
ig þessu er varið í voru stjórn-
arfari. Er þá helzta skuggsjáin
stjómmálablöðin.
Það er talsvert almenn skoð-
un, að ekki sé að marka, hvað
flokkablöðin segi um stjórnmál.
En slíkur dómur er mikils til of
almenns eðlis. Til þess að hann
sé á rökum reistur, verður að at-
huga hvert blað alveg sérstak-
lega, því að þar er vitanlega
langt í milli. Verður enginn veg-
ur að gera þá rannsókn hér. —
En ekki mun nokkur vafi vera
á því, að væri alveg óhlutdræg-
ur dómstóll látinn skera úr því
máli, þá myndi sú sorglega stað-
reynd koma í ljós, að sjálft
stjórnarblaðið, Tíminn, væri lang
sekastur. Og þó tekur út yfir þeg-
ar þess er gætt, að þessu blaði hef-
ir verið að öllu leyti stjórnað,
16*.