Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 67
Stefnir]
Stjórnarfarið.
257
hafðar. Sumstaðar var smalað
„áskorunum“ í héruðum, o g
þóttist stjórnin ákaflega bundin
við þær. En ekki þótti þó ástæða
til að fara eftir áskorununum í
Keflavík, af því að þær gengu í
aðra átt en ráðherra vildi. Mörg
læknishéruðin eru nú óveitt.
Ekki þykir mönnum alveg
grunlaust um, að stjórnmál hafi
einhverju valdið um veiting út-
varpsstjórastöðunnar. í hana átti
að velja sérstaklega hlutlausan
aiann, og hitti stjómin þá á
■Jónas nokkurn Þorbergsson, sem
^idrei hafði komið nálægt flokka-
Pólitík!
Barnaskólastjórastöður bæði í
Reykjavík og Hafnarfirði voru
veittar eftir stjómmálaskoðun-
U1a» beint ofan í tillögur skóla-
Pefnda, og hefir svo ugglaust
verið víðar, ef eftir væri grennsl-
ast.
Þetta er nú svona dálítill
hlómvöndur úr þessum urtagarði
stjómarfarsins, en hann sýnir
s®milega skýrt lit þess og áferð.
Og þó er margt ótalið. Það er
alls ekki nóg með það, að
stöður sé þannig einhliða veitt-
ar flokksmönnum. Spilling stjórn-
arfarsins veldur því, að ásóknin
verður harðari og harðari. Stöð-
Urnar losna ekki nógu ört. Þá
er að koma andstæðingum á
brott. Eða þá að búa til nýjar
stöður. Til þess er ríkisrekstur á
ýmsu mjög handhægur, því að
þá eykst embættabáknið. Með
þessu móti hefir verið holað nið-
ur hóp flokksmanna við ríkisút-
gerðina, ríkisprentsmiðjuna, rík-
isvélsmiðjuna 0g síldarbræðslu-
stöðina. Þá hafa allir nýju skól-
amir komið sér vel, og þeir hafa
ekki geigað frá réttum viðtak-
öndum.
Það hefði átt við að nefna í 1.
kafla þessarar greinar loforð
Framsóknarmanna að fækka em-
bættum og tillögur þar að lút-
andi. Hefir hér verið sýnt lítið
dæmi upp á efndir þessa heits.
En þó má enn líta á tillögu Tr.
Þ. á þingi 1925, sem sýna átti
áhuga hans á þessu máli, sparn-
aðinum á embættum(l).
Eitt af þeim embættum, sem
talað var um að spara, var sýslu-
mannsembættið í Barðastrandar-
eýslu. En þegar það losnaði, var
óðara potað þangað þingmanns-
efni fyrir flokkinn! Landlæknis-
embættið var eitt þessara em-
bætta. En þegar þessir menn
fengu völdin, framkvæmdu þeir
þetta svo, að þetta embætti var
tvöfaldað um hríð og góðum
flokksmanni aukið við. Bezt var
17