Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 6
196
Endurreisn þýzka flotans.
[St&fnir
tímans og hins ókomna. Foringj-
ar gamla, þýzka flotans ákváðu
að hefjast þegar handa að und-
irbúningnum og æfa þá, sem við
skyldu taka, og eg var svo hepp-
inn, að eg var valinn til þess að
hafa það starf með höndum.
Dag nokkurn sagði Behnke að-
míráll við mig: „Luckner, við
verðum að útvega skólaskip fyr-
ir ung liðsforingjaefni, og við
verðum að búa það út, og halda
því úti. Vilt þú taka það að
þér?“
„Það er mér sönn ánægja“,
sagði eg.
Innan þýzka flotans hafði sá
vani verið ríkjandi, að þjálfa liðs
foringjaefnin á seglskipum, þar
sem þeim gafst kostur á að kynn-
ast siglingarlistinni eins og hún
áður var, og hafði þessi aðferð
gefist svo vel, að vart myndi
önnur betri fundin. Nú átti það
fyrir mér að liggja, að stjórna
slíkri skipstegund, sem eg hafði
mesta ást á, og þar áttu foringja-
efnin að kynnast list og lögmál-
um siglinga.
Fyrsti erfiðleikinn var sá, að
við höfðum ekkert skipið og enga
peningana. Stjórnin vildi ekkert
láta af hendi rakna. Eg varð að
afla alls. I Hamborgar-höfn lá
seglskip eitt. Áður hafði það ver-
ið ágæt fermöstruð skúta, en nú
var það úr sér gengið og í lama-i
sessi, enda gamalt orðið og not-
að. Það var ekki völ á betri
skútu, og eftir miklar vífilengj-
ur og krókaleiðir fékk eg tang-
arhald á henni. Þá skorti mig öll
föng til skipsins og fæðu handa
mönnunum. Föng voru nóg í her-
forðabúri ríkisins, en ekki var
við það komandi, að stjórnin
gæfi leyfi til að hagnýta sér þau.
Eg hélt því til forðabúranna, en
gæzlumennirnir þar voru nær
því einvörðungu „bolshevikar".
„Jæja, félagar", sagði eg. —
„Hér hefi eg skip við hendina,
og við ætlum okkur að endur-
reisa þýzka flotann, en nú skort-
ir okkur föng. Hér hafið þið nóg
af öllu, og getið auðveldlega
hjálpað gömlum sjókrabba um
það, sem hann þarfnast. Hér er-
uð þið sjálfir umsjónarmenn, og
hver ætli komist að því, þótt þið
veitið mér nokkura úrlausn?“
Þeir voru mótfallnir hugmynd-
inni um endurreisn þýzka flot-
ans, en eg sat yfir þeim, og sagði
þeim sögur frá liðnum tímum, og
svo fór, að þeir sannfærðust um,
að eg var gamall og gallharður
sjóari. Þeir hlóu dátt að skip-
inu mínu, og töldu það harla
frumlegt. „Jæja, greifi“, sögðu