Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 56
246
Stjórnarfarið.
[8tafnir
hækkað, stundum lítið hækkað,
en stundum líka hækkað mikið,
en þá er það af einhverjum sér-
stökum ástæðum. Hvernig fer
stjórnin t. d. að verja það, að
birt er opinber yfirlýsing um
það í Englandi, að ríkisskuldirn-
ar verði, að nýja láninu með-
töldu, 26 milljónir króna, en rétt
á eftir kemur skýrsla fjármála-
ráðherra um það, að þær sé yf-
ir 40 milljónir!
Eða þá skýrsla fjármálaráð-
herra um útgjöldin. Hann telur
þau 17,25 millj. En segir rétt á
eftir, að nýja láninu hafi verið
varið til ýmislegs, sem alls ekki
er talið með í útgjöldunum. Nú
oru þetta náttúrlega engu síður
útgjöld á árinu, þó að láni þessu
■iiafi verið til þess varið.
Allt þetta ber vott um siðferði-
legan doða og eyðandi átumein
í stjórnarsiðgæðinu.
Næst má grípa niður á öðru
í bardagaaðferðinni. Því skal
náttúrlega ekki neitað, að stjórn-
in ræði stundum málefnin, enua
væri það ótrúlegt, að hún gæti
komizt hjá því. En á hinu virð-
ist bera mikils til um of, að bar-
daginn gegn œru og mannorði
einstakra andstaeðinga þykir sig-
urvænlegri. Þetta kemur sjálf-
sagt fyrir í öllum flokkum og er
alltaf ill og ómakleg bardaga-
aðferð. En hvergi hefir þessari
bardagaaðferð verið beitt neitt
til líka eins og í Tímanum, og
einkum af flokksforingjanum.
Það þarf ekki annað en nefna
nöfn nokkurra manna, sem lagst
hefir verið á, nefna þau aðeins
sem dæmi, og spyrja lesendur
Tímans að þeirri samvizkuspur-.-
ingu, hvaða ögn af viti, mann-
orði, dugnaði til góðra verka eða
öðrum mannkostum sé til á þess-
um mönnum, eftir skrifum Tím-
ans. Vita þó allir, að allt eru
þetta mestu sæmdarmenn og í
fremstu röð þjóðfélagsborgar-
anna. Eg nefni t. d. Björn Krist-
jánsson, sem á að hafa verið
ódæll í æsku og ávallt illmenni,
hræsnari o. s. frv., Magnús Guð-
mundsson, sem á að vera heimsk-
ur (öllu námi lauk hann þó með
hæstu vitnisburðum), leppur fyr-
ir útlendinga o. s. frv.; ólafur
Thors á að vera veiðiþjófur og
svo margsekur glæpamaður, að
vegna sóma landsins verður að
neita honum um far með varð-
skipunum. Jón ólafsson átti víst
ekki að vera mjög frómur eða
vandur að því, hvaðan hann
fékk lífsins gæði. — En snúutn