Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 76
266
Stjórnarfarið.
[Stefnir
1 augum erlendra fjármálamanna
>0g varla auka álit þeirra á okk-
ur hér, að tveir af íslenzku ráð-
herrunum skuli gefa upp gersam-
lega ólíkar tölur, þegar þeir
skýra frá ríkisskuldunum ís-
lenzku. Jónas Jónsson er í Lon-
don, þegar vonda lánið síðasta
var tekið, og gefur þá opinbera
.skýrslu um ríkisskuldimar. Hann
telur þær „samtals £ 1.173.814
.að þessu láni meðtöldu" („The
total debt of the Kingdom of
Jceland including the present
loan is £ 1.173.814“ — Times
12/11 ’30). En svo kemur fjár-
málaráðherrann rétt á eftir og
jjefur opinbera skýrslu um skuld-
irnar í árslok 1930 (nákvsmnlega
tilsvarandi hinu) á þessa leið:
.„Allar skuldir ríkisins (myndi
vera á ensku: „the total debt of
the T.mgdom of Iceland") kr.
40.210.000“. — Þessi mismunur
byggist náttúrlega á því, „með
hvaða tölum er reiknað", alveg
eins og hjá Framsóknarráðherr-
anum, sem var að telja fram
skuldir og gjöld ríkisins 1923.
En hvaða álit ætli Englendingar
fái á þessari fjármálastjóm, sem
ekki getur sagt skýrt og afdrátt-
arlaust til um skuldir ríkisins,
heldur gefur þær upp lægri, þeg-
.-ar verið er að leita fyrir sér um
lán erlendis, heldur en skýrsla
fjármálaráðherra rétt á eftir ber
með sér?
Með þessu er landinu gerð ó-
bætanleg smán erlendis.
Lang vítaverðust er þó aðferð
Jónasar Jónassonar gagnvart
landhelgisgæzlunni og dómstól-
unum.
Til þess að skilja til fulls,
hversu stór sök hans er í þessu
efni, verður að gera sér alveg
ljóst, hvernig á stendur. Fámenn
þjóð á auðugustu fiskimið ver-
*. ,
aldarinnar. I nágrenni við hana eru
voldugustu þjóðir heimsins með
allan sinn mikla fiskiflota. Inni
í landhelginni er vanalega hægt
að ná í þann fisk, sem bezt selzt,
og auðæfin laða sífellt. En fá-
menna þjóðin ver eign sína, og
leggur afar háar sektir við, ef
út af er brugðið. Skip stórþjóð-
anna eru tekin, og sektuð vægð-
arlaust.
Nærri má geta, að sökudólg-
arnir barma sér, þegar þeir koma
heim. Þeir sverja og sárt við
leggja, að þeir hafi verið sak-
lausir. Hér sé beitt miskunnar-
lausri rangsleitni og yfirgangi-
Stórþjóðirnar láta rannsaka mál-
in, og gætu sakir aflsmunar rétt
hluta sinna manna.