Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 68
258
Stjórnarfarið.
[Stefnir
þó með fræðslumálastjóraem-
bættið. Það var eitt af þeim, sem
nefnd voru í tillögunni. En svo
kom einn af Framsóknar-þing-
mönnunum í þetta embætti (veitt
það af Magnúsi Guðmundssyni),
og við það gerbreyttist skoðunin
á því. Fyrst var skipaður annar
maður í viðbót (yfirfræðslumála-
stjóri, svokallaður), en síðan var
þetta embætti rammaukið svo, að
það er nú komið langt fram úr
biskupsembættinu að kostnaði.
Svona lítur þá þetta þriðja
próf út.
Réttsýni stjómarinnar og ó-
hlutdrægni. Hefir stjórnin sýnt
þessa fögru eiginleika og stuðl-
að á þann hátt að góðu stjórnar-
fari?
Menn svari sjálfir.
4. RÁÐVENDNI OG ÓSÉR-
PLÆGNI.
Ráðvendni! — Með því að
spyrja um hana í sambandi við
stjórnarfarið, er ekki átt við það,
hvort ráðherrarnir muni hafa
hnuplað úr búðum, brotist inn,
falsað víxla eða annað þess hátt-
ar, því að þá væri ekki lengur
verið að ræða um „stjómarfar",
heldur væri þá komið út í glæpa-
mannasögu. Að vísu hefir Tímr
inn undir stjórn núverandi ráð-
herra látið sér sæma, að ræða
stjórnmál með þess háttar dylgj-
um um merka andstæðinga, en.
það er ekki eftir hafandi.
Nei, eins og getið er um í inn-
ganginum, er hér átt við það^
hve ráðvendnislega stjómin hef-
ir farið með þær stofnanir og
tæki, sem henni eru fengin til
varðveizlu og rekstrar, og hvort
hún hafi sýnt þar fullkomna ó-
sérplægni.
Ef litið er á stofnanir, sem
henni hafa verið fengnar til
rekstrar, ýmist af fyrverandi
stjórn eða þá af Alþingi síðany
þá hlýtur hver maður þegar í
stað að reka augun í það, að<
stjórnin notar þær blygðunar-
laust til framfærslu þeim mönn-
um, sem hún svo væntir stuðn-
ings af. Hér má nefna stofnun
eins og Áfengisverzlun ríkisins
og útsölurnar. Við þær unnu í
tíð fyrverandi stjómar, menn af
ýmsum flokkum, enda var þessi
stofnun tekin í arf frá ennþá
fyrri stjórn, og engum hafði
dottið í hug að nota hana fyrir
framfærslustofnun pólitískra
þurfalinga. En strax er Fram-
sóknarstjóm kom, var „hreinsað
til“, og mun nú vera einlit hjörð