Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 45
;Stefnir]
Stjórnarfarið.
235
þjóðræði^ins, að þjóðin þarf eng-
um að kenna um nema sjálfri
sér, ef hún lætur illt stjórnarfar
haldast til lengdar.
Þar sem kosningar eru nú í
vændum, er það því afdráttar-
laust skylda allra kosningabærra
manna, að setja þetta mál undir
íannsókn. Og sú rannsókn verð-
nr að vera einlæg og hlífðarlaus.
En hitt er þó ekki minna virði,
^ð fylgja niðurstöðu þeirri, sem
maður kemst að, hvað sem ann-
ars líður flokksfylgi eða per-
aónulegum hvötum.
Stefnir vill nú ekki gera sig
að dómara í þessu máli, en hann
vill stuðla að réttum dómi í því.
í*að er líka ljóst, að hér kem-
ur svo afarmargt til greina, og
það er mismunandi, á hvað menn
vilja leggja mesta áherzlu. Eins
getið var um í upphafi, er
^rðið „stjómarfar" svo geysilega
^yfirgripsmikið. Stefnir vill því
^kkert annað gera, en.draga hér
^ram nokkra liði, sem œfinlega
^ljóta að skifta miklu máli, er
^eta skal stjórnarfar hvers
iands. Þessi mikilsverðu atriði
VlH hann svo leggja eins og próf-
stein á núverandi stjórnarfar, en
^tlar lesandanum sjálfum dóm-
inn. __.
Þessi atriði verða .dregin hér
fram:
1. Loforð og efndir stjómar-
innar. Þetta hlýtur að vera þýð-
ingarmikið atriði, því að í lýð-
frjálsu landi, hafa kjósendurnir
oft lítið annað að fara eftir, en
loforð og fyrirheit þeirra, sem
í kjöri eru. Og þá er það ekki
síður viðurkennt af öllum, að
orðheldni sé dyggð, sem sízt má
vanta í skapgerð þeirra manna,
sem þjóðin felur mál sín.
2. Drengskapur og bardaga-
aðferð. Þetta snertir nokkuð það,
sem hér er nefnt á undan, en er
víðtækara. Kemur þetta vel fram
í málarekstri stjórnarinnar, mála
flutningi fyrir alþjóð, einkum í
blaðamennsku hennar, og svo í
allri framkomu ráðherranna.
3. Réttsýni og óhlutdrægni.
Þetta verða að vera alveg ófrá-
víkjanlegir eiginleikar hverrar
stjórnar, ef stjórnarfar á að vera
gott. Einmitt í þessu efni er
hverri stjóm fengið ægilegt vald,
sem hún því getur beitt á ýmsa
vegu, og verður að hafa vakandi
auga á því.
4. Ráðvendni og ósérplægni
verður og að heimta af hverri
Stjórn. Þjóðin fær hverri stjóm í
hendur marga dýrmæta hluti og