Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 74
264
Stjórnarfarið.
[Stefnií-
ganga með þann merkilega skiln-
ing, að þeir séu settir í mestu
trúnaðarstöður landsins og laun-
aðir af ríkisfé, til þess að vera
,,agitatorar“ fyrir Framsóknar-
flokkinn.
Útkoman sýnir „dugnaðar-
þátt“ stjórnarfarsins. Mikið af
húsum og talsvert af vegum.
Mikið af ríkisstofnunum og ó-
sköpin öll af ríkisskuldum.
Og sérstaklega mikið talað um
allt, sem gert er. Aldrei hefir
nokkur stjórn hælt sér eins og
þessi gerir, hve lítinn hégóma
sem um er að ræða.
Ef til vill kjósa einhverjir upp
á dugnaðinn? Og raupið?
6. FRAMKOMA ÚT Á VIÐ.
Það er vafamál, hvort fram-
koma stjórnarinnar út á við er
meðal þess, sem ræða skal í yfir-
litsgrein um „stjórnarfarið", og
því verður aðeins mjög stuttlega
að því vikið. Þó væri náttúrlega
synd að lofa stjórninni ekki að
njóta þess, ef þar skyldi einhver
„verk tala“ henni til lofs og
dýrðar.
Framkomuna út á við, það,
hvaða álit ráðherrarnir vekja á
þjóðinni með framkomu sinni,
má og telja með stjórnarfarinu.
Það er t. d. mjög lýsandi mynd,
þegar Jónas tekur fé, sem hann
á ekki, og gefur einhverjum sjóði
í Hull, þ. e. hann lætur vátrygg-
ingarfélag togarans gefa þetta
'fé, en fær sjálfur þakkarbréfiA
og lofið.
Sami ráðherra fékk líka þakk-
arbréf, og meira að segja, eftir
því, sem hann sagði, frá mjög
„háum stöðum“, út af öðru máli,
hinu svonefnda „Tervani-máli“.
Þetta lof var keypt því verði, að
óvirða hæstarétt landsins og af-
henda brezkum sökudólg 30,000
krónur, sem hann hafði sett að
veði. Þetta var gott, af því að
það voru ekki sjómenn í Vest-
mannaeyjum, er peningana áttu
að fá fyrir töpuð riet, heldur
enskur togaraskipstjóri fyrir það
að vera að veiðum nær landi en
íslenzkur togari, sem var dæmd-
ur. Sá hefir hlegið, þegar hann
var farinn frá ráðherranum með
gjöfina!
En ráðherrann sagði um þetta
allt saman setningu, sem á að
lifa, til marks um það, hvað ís-
lenzkur ráðherra getur látið út
úr sér: „Þegar brezka ljónið
hristir sig, þá ætti íslenzka mús-
in að hafa hægt um sigL“