Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 10
200
þykir ekki svo afleitt, þegar
hungraðir menn eiga hlut að
máli.
Daginn eftir sagði eg eyja-
skeggjum, að eg væri Luckner
greifi, skipstjóri á „Hafernin-
um“ (Seeadler) meðan á stríðinu
stóð, og allir höfðu þeir heyrt
mín getið. Bændurnir þyrptust til
mín, og eg sagði þeim frá nokk-
urum smáviðburðum úr stríðinu,
og vildu þeir ákafir fá meira að
heyra. ,
„Jæja, heiðursmenn", sagði eg.
„Eg skal segja ykkur nóg af sög-
um, og þeim slíkum, að þið hafið
aldrei önnur eins firn heyrt. Eg
er gamall sjómaður, og þekki
fleiri undarlega viðburði á ó-
kunnum skipum og ókunnum
höfum, heldur en ykkur hefir
nokkuru sinni dreymt um“.
„Ágætt, greifi. Látið okkur
heyra“.
„Fyrst set eg eitt skilyrði“.
„Hvaða skilyrði er það, greifi“.
„Eg skal segja ykkur sögur, ef
eg fæ svín fyrir“.
„Svín?“
„Já, svín“, og eg hefði getað
bætt við: „Svín, til þess að borða
rneð matjurtunum ykkár“, en
það sagði eg nú ekki.
Bændur þessir áttu nóg af
[Stefnir
svínum, og þess vegna lofuðu
þeir, að láta mig fá eitt.
Þetta var ljómandi dagur. Eg
sagði þeim sögur eins vel og eg
gat, og á hinn áhrifamesta hátt,
til þess að vinna fyrir svíninu.
Eg sagði þeim frá öllum skemmti
legum og sorglegum viðburðum,
sem eg sjálfur hafði séð eða þá
heyrt um, og ef minnið bilaði,
eða ef orðin stóðu í mér, þá hugs-
aði eg bara til svínsins, og það
dugði. Bændurnir fengu marga
undarlega hluti að heyra, og þeir
nutu þess líka í ríkum mæli. Síð-
an komu þeir með svín og slátr-
uðu því fyrir mig. Skrokkinn
hjuggu þeir í fjóra parta, ogfjór-
ir menn af skipinu tóku hvern
hlut og báru á skipsfjöl eins og
fána, sem þeir héldu yfir höfði
sér. Fögnuðurinn var mikill yfir
svíninu og matjurtunum, og
aldrei höfum við tekið hressi-
legar til matar okkar en þá, eink-
anlega borðaði kokkurinn mikið-
Dag eftir dag sigldum við á mill'
um eyjanna, með gamla gunnfán-
ann við hún. Hásetarnir höfðu nóg
að gera, enda kenndi eg þeii*1
öll tök á skipinu, og vandaði sér-
staklega til við þá, í því augna'
miði að gera þá að góðum sjó'
mönnum. Allan tímann skorti
Endurreisn þýzka flotans.