Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 40
230
Skrautvasinn.
[Stefnit
komnir til að heyra álit mitt um
greinina, sem fjallaði um leik-
ritaskáldin á dögum Elísabetar,
og sem þér skilduð hér eftir í
gær. Jú, eg er að vísu búinn að
lesa hana, en mér þykir leitt að
verða að segja yður það, Water-
bury, að hún er aðeins nýtileg
til eins“.
„Hvers þá?“
„Til að geymast í ruslakörf-
unni. Tilgangur blaðsins er að
skemta lesendunum, skýra þeim
frá nýjum leikendum, nýjum
tízkum og öðru þvílíku, en um
leikritaskáld á dögum Elísabetar
vilja lesendurnir ekki heyra“.
„Sipperley!“
Sippy, hetjan, rétti fram
hramminn og klappaði föðurlega
á öxl hans.
„Heyrðu mér, Waterbury",
sagði hann vingjarnlega, „þér
vitið eins vel og eg, að ekkert
þykir mér leiðara en að neyðast
til að gera gamlan félaga aftur-
reka, en eg verð að fullnægja
þeim skyldum, sem eg hefi gagn-
vart blaðinu. Missið samt ekki
kjarkinn. Þrátt fyrir alla galla
ritsmíðar yðar, virðist þér nokk-
uð efnilegur, en þér verðið að-
eins að kynna yður markaðinn,
og ganga úr skugga um, hvers
konar greinar lesendurnir leggja
sig í að lesa. Sjáið þér nú til, —
þér ættuð að skrifa fjöruga og
vel hugsaða grein um kjöltu-
rakka. Þér hafið auðvitað séð,
að Mopson, sem áður þótti svo
fallegur, hefir nú lotið í lægra
haldi fyrir tveim öðrum nýjum
hundum. Þangað skuluð þér
sækja efnið og —“.
Vindhaninn hann Waterbury
hafði mjakast til dyranna.
„Eg kæri mig ekki um að fást
við slík viðfangsefni, sem þér
veljið mér“, sagði hann með
þjósti. „Ef þér hafið ekki not
fyrir þessa grein, þá mun eg ekki
verða í neinum vandræðum með
að koma henni einhversstaðar
að, þar sem verk mín eru betur
metin“.
„Svona eigið þér að hugsa,
Waterbury,“ sagði Sippy inni-
lega. „Gefist ekki upp. Þolin-
mæðin þrautir vinnur allar. Ef
þér fáið þessa grein birta, þá
skuluð þér ganga á lagið og
senda sama manni aðra. Ef hann
svo neitar, þá skuluð þér snúa
yður til einhvers annars. Gefist
þér ekki upp, Waterbury. Eg
mun fylgjast með miklum áhuga
með greinum yðar og framför-
um.“
„Þakka fyrir“, sagði vindhan-
inn með þjósti. „Ráð yðar sem