Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 102
292
Síldareinkasalan.
[Stefnir
ar athafnir stjómarinnar — það
á víst að skiljast þannig, að þar
hafi ráðið aðrir menn en þessi
umgetni forstjóri — séu þannig
vaxnar, að hann vilji alls ekki
taka að sér að verja þœr. Á
hann þar við það misrétti, er
sumum viðskiftamönnum Einka-
sölunnar hafa verið borgaðar 9
kr. út á tunnu á sama tíma er
aðrir hafa ekki fengið nema 7
kr., og ennfremur á hann við
hina gífurlegu hækkun vinnu-
launa við verkun síldar, sem
komst á í fyrrasumar með sam-
þykki Einkasölustjórnarinnar. En
sú kaupgreiðsla fór langt fram
úr þeim taxta, er Verkakvenna-
félag Siglufjarðar hafði sam-
þykkt. Það eru nú ekki neitt
smávægislegir ágallar, sem eru
þannig vaxnir, að þeir, sem eru
í stjórn fyrirtækisins, kveða upp
úr með það, að þeir vilji enga
ábyrgð á slíkum áthöfnum bera.
Að öðru leyti kannast forstjór-
inn við það í skýrslu sinni, að
það sé eðlilegt, að við Einkasöl-
una, þar sem margra ólíkra hags-
muna er að gæta, komi fram
mjög skiftar skoðanir á ýmsum
framkvæmdum. Þá kvartar hann
einnig yfir því, að pólitísk íhlut-
un hafi seilzt allt of mikið „með
hramm sinn“ inn á verksvið
Einkasölunnar. Hér kemur að
því, sem flutningsmenn þessa frv.
hafa fyrir löngu síðan sagt þeim
mönnum á Alþingi, sem sóttu
það svo fast að hafa pólitíska
kosningu í útflutningsnefnd síld-
areinkasölunnar. Um það var
aldrei góðu spáð, enda er nú svo
komið, að jafnvel sjálfur for-
stjóri Einkasölunnar er farinn að
viðarkenna, hvað þessi pólitíska
íhlutun er til mikils skaðræðis
fyrir góða afkomu fyrirtækis-
ins. Þó að forstjórinn segi, að
skiftar skoðanir muni vera um
afkomu Einkasölunnar yfir höf-
uð talað, þá er það svo, að hjá
þeim aðilum, sem mestra hags-
muna hafa þarna’að gæta, hjá
útgerðarmönnum og sjómönnum,
eru ekki neitt skiftar skoðanir,
heldur er það eindregin skoðun
þessara aðila, það sýna fundar-
samþykktir víðsvegar að, að
þetta fyrirkomulag, sem nú er
orðið á Einkasölunni, sé alger-
lega óviðunandi til frambúðar,
og þeir krefjast mjög eindregið,
að breytt verði til eins og áður
hefir verið á drepið.
Það er að vísu ekki hægt að
fara ítarlega út í gagnrýni á
framkvæmdum Einkasölunnar i
stuttu máli. En eg vil þó drepa
á nokkur atriði, sem varpa ljða1