Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 106
296
Sfldareinkasalan.
[Stefnir
tveimur aðstoðarmönnum. Þrír
fílefldir karlmenn alls. Þessi
skrifstofa er talin munu kosta
um 40 þús. kr. árlega, og er af
kunnugum mönnum talið, að hún
hafi selt um 200 tunnur síldar
árið sem leið. Haustið 1930
þurfti Einkasalan á enn einum
sendimanni að halda. Ekki þótti
samt ráð að skerða starfskrafta
skrifstofunnar í Höfn, heldur var
maður heiman að sendur til
Rússlands til að afhenda síldina
ódýru, sem þangað fór að sögn.
1 skýrslu Péturs Ólafssonar er
þess getið, að til tals hafi kom-
ið, að leggja niður skrifstofuna
í Kaupmannahöfn, og má þá
segja, að brögð eru að, þá börn-
in finna.
Enginn smáræðis útgjaldaliður
hafa söluumboðslaunin reynzt
hjá Einkasölunni. Þau eru talin
í reikningum hennar fyrir árið
1928 kr. 55.954, og árið 1929
kr.. 26.745,70. Símskeytakostn-
aður hefir verið bæði þessi ár
nær 30 þús. kr. Þá kemur ferða-
kostnaður. Um hann er það að
segja, að hann er ýmist færður
beinlínis á reikninga Einkasöl-
unnar — og er þar sennilega átt
við ferðakostnað sjálfra „Direk-
töranna“ — eða ferðakostnað,
sem goldinn er úr markaðsleitar-
sjóði. Og það er svo frá skýrt í
skýrslu Péturs Ólafssonar, að úr
þeim sjóði sé búið að verja öll
árin þrjú 28.520 kr. fyrir mark-
aðsleitarferðir. Þegar hér við
bætist ferðakostnaður á Einka-
sölureikningum fyrir árið 1928,
kr. 15.399,68, og árið 1929, kr,
25.810,22, að viðbættum kr-
5800,00 fyrir þá þrjá menn, sem
áttu að læra meðferð á síld, eins
og áður er sagt, eru þarna komn-
ar kr. 75.529,90 í ferðakostnað,
og er þó ótalinn ferðakostnaður
á reikningum Einkasölunnar
sjálfrar fyrir árið 1930, en þeir
eru ekki komnir út. En sé hann
eitthvað svipaður og hann var
tvö fyrstu starfsárin, en þá var
hann að meðaltali 20 þús. kr. á.
ári, — og þegar ennfremur er
að því gætt, að nú munu vera
úti tveir sendimenn Einkasölunn-
ar, annar þeirra bróðir formanna
útflutningsnefndar, til þess „að
kynna sér“ síldarmeðferð, —'
mun ekki of mikið í lagt, þó að
gert sé ráð fyrir, að lítið muni
vanta í 100 þús. kr., sem búið
sé nú að eyða í ferðakostnað
Einkasölustjómarinnar og sendi'
manna hennar. Þó mun ótahn
ferðin sú, sem dýrust er þeirra,
er þeir hafa farið, EinkasölU'
herramir. Ferðin, sem þeir Einar