Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 90
280
Fjármálin.
[Stefnir
kreppa orsakaði aftur tekjurýrn-
un hjá ríkissjóði, aðallega næsta
ár á eftir, þ. e. 1927, sem einnig
var óhagstætt verzlunarár.
En hvernig farnaðist þá ríkis-
búskapnum gegnum kreppuna
1926—27? Því verður bezt svar-
að með því að minna á eftirfar-
andi fjórar staðreyndir:
1. Sköttum var Iétt af lands-
mönnum svo að segja í byrjun
kreppunnar, sem nam nál. 1
millj. kr. árlega.
2. Til nýrra verklegra fram-
kvæmda varði stjórnin rúmum 3
millj. kr. þessi tvö ár, aðallega
til sjúkrahúsa, vega, brúa, síma,
vita og lendinga, eða um 1 i/2
millj. kr. hvort árið að meðal-
tali, heldur minna fyrra árið, en
meira seinna árið.
3. Skuldir ríkissjóðs héldu
samt áfram að lækka, Úr 11,8
millj. kr. í árslok 1925 í 11,3
millj. kr. í árslok 1927.
4. Sjóðseign ríkissjóðs lækk-
aði aðeins um 0.4 millj. kr., úr
3.7 niður í 3.3 millj.
Þessar staðreyndir nægja til
þess að sanna það ótvírætt, að
ríkisbúskapurinn komst slysa-
laust yfir þetta krepputímabil.
Jeg sá nýlega í blaði, að Jón-
as Jónsson, þáverandi dómsmála-
ráðherra komst svo að orði, að
hér hefði allt verið „í rústum“
við stjórnarskiftin 1927, eða í
lok þessa krepputímabils. Sann-
leikurinn er sá, að skattar voru
léttari en þeir höfðu verið ár-
um saman, verklegar fram-
kvæmdir hins opinbera í fyllsta
gangi, ogskuldir ríkissjóðs minni
en þær höfðu verið nokkru sinni
síðustu 10 árin. Sá maður, sem
kallar þetta, að allt sé „í rúst-
um“, sannar með því það eitt, að
hann er með öllu óskynbær á
fjármál, og á ekki að fást við
að skrifa um þau opinberlega.
Hvernig stóð þá á því, að unnt
var að komasí svona klaklaust
yfir þennan krepputíma? Til
þess lágu 2 höfuðástæður. Sú
hin fyrri, að í góðærinu 1924—
’25 var gætt fyllsta hófs um alla
eyðslu og hækkun fastra út-
gjalda, sem þess vegna gátu líka
verið hófleg á eftirfarandi
kreppuárum. Hin sú, að vaxta-
byrðin hafði lækkað stórkost-
lega, eins og áður var getið, úr
1239 þús. kr. árið 1924, í rúml.
700 þús. kr. árin 1926 og 1927,
vegna hinnar miklu skulda-
greiðslu í góðærinu.
Framsóknarstjórnin hefir farið
alveg öfugt að. Hún hækkaði
skattana aftur í byrjun góðæris-
ins 1928, til tjóns fyrir atvinnu-