Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.06.1931, Blaðsíða 59
Stefnir]
Stjórnarfarið.
249>
leysis, er svo hvert vopn gripið,
hversu atað sem það er. Menn
muna sjálfsagt eftir blekking-
unum.'sem þyrlað var upp fáum
dögum fyrir kosningarnar, að
skuldimar hefði aukist í tíð
íhaldsstjórnarinnar, þrátt fyrir
það, að þær færðust úr fullum 18
milljónum niður í liðlega 11
tnilljónir. Engin von var, að
þetta hrifi, nema því aðeins að
það kæmi svo seint, að einhverj-
ir sjóndöprustu mennimir gæti
hrasað um það og álpast þannig
í fátinu í faðminn á Framsókn.
Þá er Hnífsdalsmálið gott
dæmi upp á óheiðarlega kosn-
ingabaráttu. Menn hér í Reykja-
vík muna, þegar þessari fregn
var slengt inn á miðjan, fjöl-
niennan fund í Barnaskólaport-
inu, og æpt um það, að svona
væri flokkurinn! Ekki er að efa,
að nokkrar sálir hafa unnizt á
þessu. Flestir munu að vísu hafa
áttað sig á því, að ólíklegt væri,
a® flokkur, sem vísa átti kosn-
lnguna, færi að spilla fyrir sér
með öðru eins athæfi og því, að
falsa atkvæði, hversu glæpsam-
*e&a> sem hann að öðru leyti
vseri innrættur. En svona „bomb-
Ur“ eru alltaf viðbjóðsleg að-
ferð, og til einskis fallnar nema
bess, að rugla rólega dómgreind.
Alkunnugt er og, að Fram-
sóknarflokkurinn á „geðveikis-
málinu" svokallaða mest að þakka
það atkvæðamagn, sem hann
fékk við síðasta landskjör. Má
þó nærri geta, hve miklir verð-
leikar það út af fyrir sig geta
verið fyrir stjórnmálaflokk, að
geðveikralæknir hefir látið í
ljós grun um, að einn ráðherra
flokksins sé ekki með öllum
mjalla. En alltaf er höndin op-
in til þess að bregða hvaða eit-
urkuta, sem býðst.
Lang mesta kosningaspilling, er
hér hefir komið í ljós, er þó sú, sem
Framsókn hafði í frammi við bæj-
arstjómarkosningarnar síðustu í
Reykjavík. Þá er þeim grun lost-
ið upp í blaði flokksins, að stór-
kostleg f jársvik og jafnvel þjófn-
aður upp á fulla milljón króna
muni hafa verið framinn af borg-
arstjóra Reykjavíkur — og jafn-
vel sjálfur forsætisráðherrann;
laut svo lágt að lána sína háu
persónu til þátttöku í þessu sví-
virðilega athæfi. Þegar kosning-
arnar voru um garð gengnar,
datt allt þetta niður, og forsæt-
isráðherra samþykkti bæjar-
reikninginn. Nú var ekki lepgur
þörf á vopninu.
Þessi skrípaleikur fékk svo
eftirspil, sem honum hæfði veL