Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 11

Sagnir - 01.05.1991, Blaðsíða 11
Þá riðu goðar um héruð Stórmennið heldur ueislur og gefurgjafir til að tryggja sér stuðningfylgismanna sinna. aukist mjög í landinu um 1120 og hafi verið meiri á 12. öld en næsta aldarbili á undan. Gunnar er ekki sammála þessu og segir að það séu engar öruggar heimildir til um að hér hafi ríkt sérstakt friðartímabil fyrir 1120. Líklegast sé að hér hafi verið nær sífelldar erjur í landinu allt trá landnámstíð og fram yfir 1200. Einnig megi telja víst að auð- söfnun kirkjunnar hafi átt nokkurn þátt í að auka veldi sumra höfðinga á kostnað annarra.16 Það má því segja að batnandi samgöngur og auknar tekjur kirkjustaða hafi átt nrestan þátt í valdaröskun 12. aldar. Um 1220 var svo komið að fimm ættir réðu yfir mestum hluta landsins. Haukdælir réðu fyrir öllu Árnesþingi, Ásbirningar munu hafa ráðið mestu í Skagafirði, Svín- fellingar höfðu goðorð í Skafta- fellsþingi og sátu á Svínafelli í Öræfum. Oddaverjar voru yfir Rangárþingi og áttu ítök annars staðar. Ættfaðir Sturlunga, Sturla, bjó í Hvammi í Dölum og réð yfir einu goðorði, en veldi Sturlunga hefst með sonum hans og réðu þeir víða yfir goðorðum, m.a. á Vestur- landi og Norðurlandi.17 Um 1220 er því hægt að fara að tala um stór- goða, sem hafa landfræðilega afmörkuð yfirráðasvæði, þ.e. allir á ákveðnu landssvæði lúta völdum þeirra. Frá Eyjafirði til Kyrrahafs Mannfræðingar hafa fengist við að lýsa fábreyttum samfélögum, þar sem svipuð þróun varð og átti sér • stað hér á þjóðveldisöld. Einn þeirra sem rannsakað hefur slíkt er Marshall Sahlins. í bók sinni Stone Age Economics fjallar hann um samfélögin í Melanesíu og Pólý- nesíu. Á þessum stöðum er ríkjandi mismunandi pólitískt skipulag. í Melanesíu er ríkjandi kerfi sem Sahlins kennir við „bigmen" eða stórmenniskerfi, en í Pólýnesíu er ríkjandi svokallað „chief* eða for- ingjakerfi. í bók Sahlins kcmur fram að stórménni stjórna tiltölulega fámennum hópi manna og frekar litlu landsvæði, sem er yfirleitt ekki landfræðilega afmarkað. Stór- mennið notar umframuppskeru sína til þess að koma sér upp flokk fylgismanna eða stuðningsmanna. Stórmennið heldur veislur og gefur gjafir til að tryggja sér stuðning þeirra. Stórmenni geta ekki lagt kvaðir eða skatta á fylgismenn sína til þess að reyna að eignast fleiri fylgismenn eða að reyna að halda þeim sem hann hefur þegar eignast. Þannig hefur góður efnahagur mikið að segja í sambandi við fjölda fylgismanna stórmennisins, en margt fleira skiptir þó einnig máli, t.d. orðstír og umtal. Þegar stórmennið deyr rofna öll bönd sem halda hópnum saman, fylgis- mennirnir eru bundnir böndum við stórmennið, en ekki ijölskyldu þess. Mennirnir leita sér því að nýju stórmenni. Samband stór- mennis og fylgismanna hans er því persónubundið. Foringi stjórnar oftast mun stærri hóp manna en stórmennið og stærra landsvæði, sem yfirleitt er landfræðilega afmarkað. Allir á ákveðnu svæði verða að lúta foringjanum, hvort sem þcir vilja eða ekki. Það er meiri inunur á foringjanum og fylgismönnum hans, þ.e. félags- og efnahagslegur munur. Það má scgja að foringinn fái völdin í vöggugjöf, hann þarf því ekki að berjast til valda, stöðuna fær hann í arf. Foringinn getur skattlagt menn sína og lagt á þá kvaðir, þannig fær hann tekjur. En fylgismennirnir krefjast þess einnig að foringinn sé gjafmildur. Þegar foringinn síðan deyr rofna ekki bönd fylgismanna hans og fjölskyldu hans, heldur erfir elsti sonur foringjans stöðu hans og fylgismenn.18 En skyldu sagnfræðingar geta notað þessi kerfi mannfræðinga til þess að skilja betur t.d. þjóðveldis- öldina og þjóðfélagið sem var ríkj- andi á þeim tíma? Er eitthvað líkt með stórmennum og smágoðum og foringjum og stórgoðum? Þegar við berum þetta saman, kemur í ljós að það er ýmislegt líkt með þeim. Það sem er líkt með stórmennum og smágoðum er m.a. veisluhald, gjafir og persónu- bundið samband. Það sem helst er ólíkt með þeim er að goðar gegndu föstum embættum sem voru ákveðin í lögUm, stórmenni höfðu engin slík embætti með höndum. Það sem er líkt með stórgoðum og foringjum er að báðir ráða yfir ákveðnu, afmörkuðu landssvæði, allir á svæðinu lúta valdi þeirra. Embætti og völd erfast hjá þeim báðum. Stórgoðar (foringjar) hafa þannig meiri völd en smágoðar (stórmenni). SAGNIR 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.