Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 15

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 15
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 15 V i ðta l V i ð j ó h ö n n U e i n a rs d ót t U r við lýði innan sviðsins. Hægt er að byggja á víðtækri reynslu auk þess sem töluvert hefur verið unnið að rannsóknum á kennsluháttum. Ég tel því að sviðið geti lagt heil- mikið af mörkun við að þróa gæðakennslu við Háskóla Íslands. Starfsfólk Menntavísindasviðs býr einnig yfir mikilli þekkingu á sviði menntamála og menntunar kennara, þroskaþjálfa og tómstunda- og félagsmálafræðinga. Sérstaða sviðsins liggur meðal annars í því að margir kennararnir líta fyrst og fremst á sig sem kennaramenntendur (e. teacher educators) og skilgreina sérþekkingu sína á því sviði. Það er því eðlilegt að sviðið hafi forystu um kennaramenntun innan Háskól- ans. Menntavísindasvið býr líka að langri reynslu í menntun þroskaþjálfa þar sem áherslan hefur verið á að mennta fólk til að starfa með fötluðu fólki á öllum sviðum samfélagsins. Á sviðinu er því löng reynsla af starfsmenntun með tilheyrandi tengsl- um við vettvang og vettvangsnám. Gott samstarf við starfsvettvang þeirra stétta sem Menntavísindasvið hefur á sinni könnu hefur verið aðalsmerki sviðsins. Þar liggur líka styrkur okkar. Sérstaða Menntavísindasviðs felst einnig í þeirri breidd sem er í náminu. Fræði- greinarnar innan sviðsins eiga að geta unnið vel saman og bætt hver aðra upp. Mér finnst til dæmis mikilvægt að kennaranámið sé í tengslum við aðrar fræðigreinar, eins og þroskaþjálfanámið. Við þurfum að hugsa um nám og skóla fyrir alla og því finnst mér að þroskaþjálfanámið og þau viðhorf sem þar eru ríkjandi gætu komið kennaranáminu mjög til góða. Í tómstundanáminu eru að gerast spennandi hlutir sem kennaranámið getur einnig lært mikið af. Ég hef verið talsmaður þess að við lítum á skólagöngu og nám barna sem samfellt ferli og hef gert töluvert af rannsóknum á því sviði. Börn á Íslandi í dag hefja flest leikskólagöngu tveggja ára. Daglegur skólatími í grunnskólum hefur lengst á undan- förnum árum auk þess sem mörg börn sækja einnig frístundaheimili og skipulagt íþrótta- og tómstundastarf. Félagsmótun og félagsleg tengsl hafa smám saman færst inn á vettvang skóla og skipulegs frístundastarfs. Tilhneigingin hefur verið sú að þess- ar stofnanir hafi lotið eigin lögmálum og haft lítið samstarf. Þessu þarf að breyta og það gerist meðal annars með því að flétta saman nám þeirra stétta sem að uppeldi og kennslu barna koma. Í þessu samhengi má íhuga deildaskiptingu á Menntavísindasviði sem var ákveðin við sameininguna og var gert ráð fyrir að yrði endurskoðuð að ákveðnum tíma liðn- um. Að mínu mati er hætta á að skipting Menntavísindasviðs í deildir búi til múra og skapi hindranir. Nú, þegar kennaranámið er orðið meistaranám, fer verkaskipting milli Kennaradeildar og Uppeldis- og menntunarfræðideildar til dæmis að verða óskýrari. Það er orðið tímabært að endurskoða deildaskiptinguna, en ég geri mér grein fyrir að það er ekki einfalt mál og gerist ekki nema að forystumenn í deildunum séu tilbúnir að stíga það skref. Til að breytingar verði til góðs þarf forystufólk sem er tilbúið að taka þátt af heilum hug. Það þarf hugsjónir og áhuga til að standa fyrir og fylgja eftir breytingum. Við þurfum að skoða hvað við erum ánægð með og hefur gengið vel, hvað við teljum að við getum bætt og hvaða leiðir eru færar til þess. Í skýrslu sjálfsmatshópsins um sameiningu Kennaraháskóla Íslands og Háskóla Íslands eru settir fram fimm möguleikar á deildaskiptingu sviðsins og þá þarf að skoða.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.