Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 16

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Qupperneq 16
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201416 Við erUm fámenn þjóð Menntarannsóknir Rannsóknir innan Menntavísindasviðs hafa beinst að íslenskum veruleika og kennar- ar sviðsins hafa tengst náið og haft áhrif á starfsvettvanginn og stefnumótun í mennta- og uppeldismálum þjóðarinnar. Þeir semja námskrár, skrifa kennslubækur og starfa í ótal nefndum og hópum á vegum ráðuneyta, sveitarfélaga og félagasamtaka. Í sam- ræmi við stefnu Háskóla Íslands erum við á Menntavísindasviði meðvituð um ábyrgð okkar og skyldur við íslenskt samfélag. Við erum í forystu í menntarannsóknum hér á landi og ábyrgð okkar er mikil en niðurstöður þeirra rannsókna geta haft veruleg áhrif á skólastarf og menntastefnu þjóðarinnar. Á undanförnum árum hefur verið mikil gróska á ýmsum sviðum menntarannsókna þó að sumir telji að sviðið og rannsóknarvirkni starfsfólks standist ekki samjöfnuð við rótgróin rannsóknarsvið. Við erum til dæmis borin saman við Heilbrigðisvísindasvið sem hefur áratuga reynslu af því að taka þátt í stórum alþjóðlegum verkefnum og vinnur rannsóknir sínar í samstarfi við sterka aðila eins og Landlæknisembættið, Ís- lenska erfðagreiningu og Hjartavernd. Menntavísindi eru fremur ungt fræðasvið og margar greinar innan sviðsins eru að stíga sín fyrstu skref í rannsóknum. Svið eins og tómstundafræði, félagsmálafræði og þroskaþjálfafræði eru tiltölulega ný fræðasvið alls staðar í heiminum. Þetta eru ný rannsóknarsvið og að mínu mati eru þar sóknar- færi. Það er eitt af stóru verkefnunum hjá okkur á Menntavísindasviði á næstu árum að sækja fram í rannsóknum. Fjármagn til sviðsins er ákvarðað með svokölluðu deili- líkani þar sem meðal annars er tekið mið af fjölda nemenda (þreyttum einingum) og rannsóknarstigum starfsmanna. Ég lít jafnframt á það sem skyldu okkar að stunda rannsóknir og skapa nýja þekkingu á fræðasviðinu. Starfsnám í háskóla á að byggja á rannsóknum og gagnrýninni greiningu og það er afar mikilvægt að rannsóknir snúist um íslenskan veruleika. Ég hef lagt áherslu á það sem sviðsforseti að styðja rannsóknir á sviðinu. Allir þeir sem vilja eiga að geta fengið aðstoð við rannsóknir sínar í gegnum Menntavísinda- stofnun. Það er hins vegar ekki nóg að þessar áherslur komi frá stjórnendum. Það þurfa allir að bera ábyrgð, ekki bara á sjálfum sér heldur líka á öðrum. Ég tel hlut- verk rannsóknarstofanna mjög mikilvægt í þessu samhengi. Þar eiga prófessorar og reyndari rannsakendur að leiða starfið og fá með sér þá sem óreyndari eru. Þetta hefur meðal annars tekist hjá RannUng og Rannsóknarstofu í fjölmenningarfræðum þar sem unnið hefur verið að alþjóðlegum rannsóknum með víðtækri þátttöku akademískra starfsmanna og doktors- og meistaranema. Fimm ára kennaranám Breytingin á kennaranámi var lögfest með nýjum lögum árið 2008 og með reglugerð árið 2009. Ákvörðun um fimm ára meistaranám fyrir kennara var að mínu mati mik- ið framfaraspor. Menntun og störf kennara er sá þáttur sem mest áhrif hefur á gæði skólastarfs. Það er því nokkuð ljóst að umbótum í menntakerfinu verður ekki við kom- ið nema með góðum kennurum. Kennarastéttin þarf á virðingu að halda og ég vona
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.