Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 26

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Page 26
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201426 má ég fá að ráða mínU eigin l ífi ? Tafla. Yfirlit yfir kyn, aldur og búsetu þátttakenda Kyn Fjöldi Konur 25 Karlar 16 Aldur 26–35 17 36–45 6 46–55 8 56–66 10 Búsetuform Foreldrahús 7 Sambýli 10 Íbúðakjarni 11 Sjálfstætt 13 Búseta Landsbyggð 8 Höfuðborgarsvæði 33 Í eigindlegum rannsóknum vakna mörg siðferðileg álitamál og þá sérstaklega þegar unnið er með jaðarhópum. Þátttakendur fengu í upphafi upplýsingar um markmið og tilgang rannsóknarinnar og gáfu upplýst og óþvingað samþykki sitt. Áhersla var lögð á aðgengilegt mál og texta. Í upphafi rannsóknarinnar var þátttakendum greint frá því að þeir gætu hætt þátttöku á öllum stigum rannsóknarferlisins. Enginn hefur nýtt sér það. Nöfnum þátttakenda hefur verið breytt í þeim tilgangi að vernda hagsmuni þeirra og einkalíf. Sex MA-nemar og einn BA-nemi ¹ tóku þátt í verkefninu með styrkj- um frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Hlutverk þeirra var að taka hluta af viðtölunum og afrita en höfundar greinarinnar greindu öll þau gögn sem hún byggist á. niÐUrstÖÐUr Í niðurstöðum fjöllum við fyrst um viðhorf til sjálfræðis og beinum síðan sjónum að því hvernig aðgengi að upplýsingum og fræðslu getur haft mótandi áhrif á sjálfræði þátttakenda. Að lokum er fjallað um þá aðstoð sem þátttakendur fengu í daglegu lífi og gerð grein fyrir því hvernig skipulag á heimilum fólks og í stjórnsýslunni hefur áhrif á möguleika þátttakenda á að taka ákvarðanir sem snerta líf þeirra. Viðhorf til sjálfræðis Samkvæmt Lögræðislögum (nr. 71/1997) öðlast einstaklingur sjálfræði við 18 ára ald- ur og voru allir þátttakendur rannsóknarinnar því lögráða, þ.e. sjálfráða og fjárráða. Margt bendir til þess að fatlað fólk á Íslandi búi við þær aðstæður að vera sjálfráða samkvæmt lögum en fái svo ekki að nýta sér þann rétt í raun og veru, heldur séu það aðstandendur og starfsfólk² sem taki ákvarðanir fyrir viðkomandi einstakling, sérstaklega þegar um er að ræða fólk með þroskahömlun (Brynhildur Flóvenz, 2004).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.