Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 28

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 28
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 201428 má ég fá að ráða mínU eigin l ífi ? mig, ákveður ekki fyrir mig eða reynir að þjálfa mig nema ég vilji. Flestir eru heiðar- legir og í betra skapi, hafa betri viðhorf. Hlusta á okkur og virða mig og að þetta er mitt heimili og ég á að ákveða hvernig það er. Þetta er gott dæmi um það hvernig vinnubrögð og viðhorf starfsfólks geta stuðlað að auknu sjálfræði í lífi fólks með þroskahömlun (Mackenzie og Stoljar, 2000). Í stað þess að taka fram fyrir hendur Sigrúnar og grafa þannig undan sjálfræði hennar og sjálf- stæði virðir það skoðanir hennar og óskir og tekur mið af þeim þegar hún þarf aðstoð. Í gögnum rannsóknarinnar eru fleiri svipuð dæmi sem gefa vísbendingar um að viðhorf hafi breyst síðustu áratugi og að sú forræðishyggja sem einkenndi þjónustu við fatlað fólk á fyrri tímum sé á undanhaldi. Út frá hugmyndum um aðstæðubundið sjálfræði má rökstyðja siðferðilegt mikilvægi þess fólk sé stutt til að taka sjálft ákvarð- anir og því gefið svigrúm til að þróa með sér sjálfræði. Þrátt fyrir þessar jákvæðu niðurstöður komu líka fram dæmi í rannsókninni sem sýna að enn er langt í land. Björg, sem var þrítug þegar rannsóknin fór fram og bjó í foreldrahúsum, sagði meðal annars frá því að hún fengi fá tækifæri til að taka eigin ákvarðanir og að foreldrar hennar stjórnuðu því til dæmis í hvaða fötum hún væri, hvenær hún færi að sofa og hvað hún borðaði. Björg sagði: Ég held að þetta sé væntumþykja … Þau vilja að manni líði vel á morgnana þegar maður vaknar og að manni líði vel þegar maður fer að sofa og ég segi bara allt í lagi en ég fer ekki að sofa strax … ég vil ákveða það sjálf hvort ég sé þreytt eða ekki. Til þess að andæfa aðstæðum sínum heldur Björg sér vakandi, en hún var ekki í að- stöðu til að mótmæla upphátt forræðishyggju foreldra sinna sem telja sig vita hvað henni er fyrir bestu. Þátttakendur rannsóknarinnar voru á breiðu aldursbili en sögð- ust oft standa frammi fyrir neikvæðum viðhorfum þar sem þeim væri vantreyst og sagt að þau „gætu ekki“, „kynnu ekki“ eða „mættu ekki“. Sólrún, einstæð móðir á fimmtugsaldri, sagði: „Fólk dæmir skilurðu … Það er þetta [viðhorfin] sem mér finnst svolítið að við verðum að taka á.“ Það þarf ef til vill ekki að koma á óvart að þau viðhorf að líta á fatlað fólk sem eilíf börn í þörf fyrir gæsku og vernd komu ekki síst fram í þjónustu við þá þátttakendur sem mesta aðstoð þurftu og gátu ekki tjáð óskir sínar með orðum. Mikill tími fór í umönnun þeirra en niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að starfsfólk reyndi að gera sitt besta, sýndi væntumþykju og hlýju í þess garð. Þó virtist oft skorta þekkingu á þörfum þessa hóps. Dæmi voru um að ekki væri borin nægjanleg virðing fyrir aldri fólksins og einkalífi. Oft var talað til þess með barnalegri og hárri röddu, lítið var lagt upp úr því að leita eftir merkjum um vilja þess og dagurinn einkenndist oft af einföldu og föstu dagskipulagi, þ.e. allir dagar voru svipaðir og lítið um tilbreytingu. Þá kom fyrir að starfsfólk talaði um fólkið sín á milli þótt það væri viðstatt. Ragna, sem var á þrítugsaldri og bjó í íbúðasambýli, tjáði sig með því að kalla og gefa frá sér hljóð þegar hún vildi athygli. Oft var henni ekki svarað, og þegar spurt var hvers vegna svo væri svaraði einn starfsmaður því til að hún yrði að læra að það væri ekki alltaf hægt að hlaupa til þegar henni þóknaðist. Þá komu líka fram dæmi um að ákveðnar regl- ur giltu, svo sem um ýmsar daglegar athafnir. Hannes, sem bjó í íbúðakjarna, átti til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.