Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 108

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 108
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014108 framsÝnt l istaVerK tengist tónsköpun ef frá er talið Cosmogony sem kallað er „móðurappið“ og er það miðstöð fyrir hin níu. Hér verður fjallað stuttlega um hvert app fyrir sig með hliðsjón af menntunar- og sköpunargildi þeirra fyrir notandann. Moon er innblásið af tunglmánuðum sem Björk tengir við tónaraðir. Þegar appið opnast hljómar tónaröð úr tónverkinu Moon eftir Björk og hver tónn lítur út eins og hnöttur eða perla. Notandinn getur breytt afstöðu tunglsins og þannig ráðið hversu margir tónar úr röðinni eru leiknir. Á fullu tungli spilast öll tónaröðin en tónunum fækkar eftir því sem tunglið minnkar. Notandinn getur búið til sínar eigin tónaraðir með því að fikta í hverri kúlu og breyta þeim tóni sem hún framkallar. Tónaröðin tak- markast við hámark 17 kúlur og ekki er hægt að breyta rytmanum eða tóngjafanum. Thunderbolt sækir innblástur í eldingar og brotna hljóma. Appið breytir spjaldtölv- unni í hljóðfæri sem virkar þannig að snerting á svartan skjáinn framkallar djúpan bassatón og býr til eldingu um leið. Tónum má fjölga með því að nota tvo eða þrjá fingur sem hljóma þó aldrei samtímis heldur hver á eftir öðrum eins og í brotnum hljómum. Með því að færa fingurna um skjáinn má breyta tónunum og hafa áhrif á hraða brotnu hljómanna. Það er gaman að gera tilraunir með þetta, bæði vegna sjón- rænna og heyrnrænna áhrifa, en verður einhæft til lengdar. Crystalline fjallar um kristalla og form og hefur viðmót eins og tölvuleikur þar sem safnað er kristöllum á leiðinni í gegnum göng. Við endann á göngunum spilast lagið en afspilun lagsins breytist eftir því hvaða samsetningu af kristöllum var náð. Ekki er augljóst hvað hver kristall stendur fyrir og einnig er erfitt að stjórna því hvaða kristall- ar eru gripnir þar sem tilhneigingin er að reyna að taka sem flesta kristalla á leiðinni. Krökkum þykir þetta skemmtilegur leikur en þeir virðast ekki spá mikið í hvað gerist í tónlistinni enda ekki auðvelt að fylgja því eftir. Dark Matter tekur fyrir hulduefni og tónskala. Appið er sjónrænt óaðlaðandi. Hér er fjöldi hálftóna í áttund sýndur sem 12 doppur á skjánum. Notandanum býðst að herma eftir þekktum tónskölum með því að benda á „réttu“ hálftónana í fyrirfram gefnum skölum. Forritið á að vera fræðandi en gefur í senn óþarfar og of litlar upp- lýsingar til að auðvelt sé að læra af því. Hægt er að búa til sinn eigin skala og vista í appinu en þó aðeins með þessum tólf fyrirfram gefnu hálftónum. Það er gífurlega tak- markandi bæði út frá sköpunarþættinum og einnig með hliðsjón af þeirri staðreynd að margir tónskalar heimsins eru utan við þessa 12 hálftóna. Skalar eru ekki áhuga- verðir sem afmörkuð fyrirbrigði heldur sem hluti af tónlistarlegri heild. Hollow fjallar um erfðaefni og rytma. Appið sýnir mynd af erfðaefni um leið og það spilar rytmarunu í sífellu. Notandinn getur haft áhrif á rytmann með því að benda á agnir sem eiga að tákna ensím og það hefur áhrif á rytmarununa. Það má segja að þetta sé gagnvirkt því notandinn hefur áhrif á afspilun en þó innan afar takmarkaðs ramma. Myndskeið sem sýnir ferðalag inn í frumur og erfðaefni er hinsvegar áhuga- vert. Virus tengir saman vírusa og hugmyndir um lífræna tónsköpun (e. generative music). Þetta er sjónrænt fallegt app sem leikur lagið og sýnir eftirlíkingar af vírusum og frumum að hreyfa sig á skjánum. Með því að fikta í skjánum er hægt að hindra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.