Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 119

Uppeldi og menntun - 01.07.2014, Side 119
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(2) 2014 119 JóHanna karlSdóttir MenntaVíSindaSViði HáSkóla íSlandS Uppeldi og menntun 23. árgangur 2. hefti 2014 Um fagmennsku í skólastarfi Rúnar Sigþórsson, Rósa Eggertsdóttir og Guðmundur Heiðar Frímannsson (ritstjórar). (2013). Fagmennska í skólastarfi: Skrifað til heiðurs Trausta Þorsteinssyni. Reykjavík: Háskólinn á Akureyri og Háskólaútgáfan. 296 bls. Ritið Fagmennska í skólastarfi er skrifað til heiðurs Trausta Þorsteinssyni. Trausti hefur helgað ævistarf sitt skólamálum; var kennari, skólastjóri og fræðslustjóri um árabil, síðan forstöðumaður Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og er nú dósent við framhaldsbraut kennaradeildar sama skóla. Trausti hefur því komið víða við í þróun skólamála hérlendis og hefur fagmennska, bæði kennara og skólastjórn- enda, verið eitt helsta hugðarefni hans. Kafli Trausta um Fagmennsku kennara sem birtist í bókinni Fagmennska og forysta: Þættir í skólastjórnun var tímamótaumfjöllun um það efni þegar bókin kom út árið 2003. Þess vegna var vel við hæfi að gefa út rit Trausta til heiðurs tíu árum síðar þar sem fagmennska kennara og skólastjórnenda er skoðuð frá ýmsum sjónarhornum fræðimanna og rannsakenda hér á landi. Um bókina Ritið skiptist í tólf kafla, sem þrettán höfundar skrifa, auk Formála eftir Jónas Pálsson, fyrrverandi rektor Kennaraskóla Íslands, og Inngangs ritstjóranna. Fyrir framan kafl- ana er viðtal við Trausta Þorsteinsson sem ritstjórarnir tóku; þar koma helstu hugðar- efni hans og áherslur í skólamálum vel fram. Í viðtalinu er lagður grunnur að efni bókarinnar. „Leiðarstef hennar er velferð og menntandi námsreynsla barna og ungmenna í skólum“ segir í lýsingu á bókarkápu. Þar setur Trausti fram hugmyndir og tillögur til úrbóta í skólamálum af hreinskilni og heiðarleika og eru tillögur hans mjög athyglisverðar að mínu mati. Nefna má sérstak- lega umfjöllun um ólík snið á fagmennsku kennara (bls. 22), kennaramenntunina (bls. 28–30) og skóla fyrir alla (bls. 23–25). Áhersla Trausta á fagmannleg vinnubrögð þeirra sem koma að menntun og uppeldi í skólum landsins er ekki síst með fjölbreyttan nemendahóp, þar sem komið er til móts við ólíkar þarfir og áhuga barna og ung- menna, í huga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.