Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 5

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 5
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 5 frá ritstjórUM Í þessu hefti Uppeldis og menntunar eru fimm ritrýndar greinar, þrjár viðhorfsgreinar og einn ritdómur. Ritrýndu greinarnar fjalla um fjölbreytt efni á sviði menntavísinda: stefnur og strauma í leiðsögn kennaranema, starfssvið, viðhorf og áherslur í kennslu tónmenntakennara, nýfrjálshyggju í stefnuskjölum um námsgagnagerð, viðhorf ung- menna til mannréttinda innflytjenda og upphaf kennaramenntunar í uppeldismið- uðum handmenntum á Íslandi. Viðhorfsgreinarnar eru að þessu sinni um þemahefti sem Mennta- og menningar- málaráðuneytið og Námsgagnastofnun gáfu út til þess að fylgja eftir svonefndum grunnþátttum menntunar í aðalnámskrá leik-, grunn – og framhaldsskóla. Grunn- þættirnir eru sex og birtust viðhorfsgreinar um þrjá þeirra í síðasta hefti. Í þessu hefti er fjallað um grunnþættina Sjálfbærni, Jafnrétti og Heilbrigði og velferð sem komu út á vormánuðum 2013. Greinarnar eru ólíkar að gerð enda ekki hugsaðar sem formlegir ritdómar heldur umfjöllun höfunda um ólíka grunþætti. Ritstjórar og ráðgefandi ritnefnd tímaritsins vinna stöðugt að því að endurbæta og efla ritrýningarferli tímaritsins í því skyni að halda gæðum tímaritsins og auka þau. Unnið er að því að til verði frá og með næsta ári stærri ráðgefandi ritnefnd eða alþjóð- legur ráðgjafahópur. Nú er líka tekið við handritum og rannsóknargreinum á ensku og ekki er lengur miðað við að handrit þurfi að koma fyrir sérstakar dagsetningar enda skila höfundar handritum á öllum tímum ársins. Tímaritið er nú birt EBSCO- host gagnasafninu átta mánuðum eftir birtingu hvers tímarits, auk þess sem það verður birt áfram á vefnum timarit.is ári eftir útgáfu. Á næstunni verður tímaritið sett í pdf-formi í Skemmuna, eldri hefti frá árunum 2005–2009 og stakar greinar frá og með 2010, einnig með birtingartöf. Loks má geta þess að sótt hefur verið um að tímaritið verði tekin inn í ISI-gagnagrunninn. Ritstjórar hafa í samstarfi við höfunda lagt metnað í að gera þær greinar sem hér birtast svo vel úr garði sem kostur er. Allir þeir sem hafa lagt hönd á plóg við útgáfu þessa heftis eiga þakkir skyldar. Þar ber að nefna höfunda, ónefnda ritrýna og ekki síst vandvirka yfirlesara á íslensku og ensku um texta og heimildanotkun og þá sem sjá um útgáfuna, prenta tímaritið og dreifa því til áskrifenda.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.