Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 10

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 10
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201310 leiðsögn kennaranema – stefnUr og straUmar sögðust hafa fengið viðbrögð sem leiddu til ígrundunar um starfið eða tenginga við háskólanámið og enginn þeirra taldi að viðhorf eða siðræn sjónarmið hefði borið á góma. Ekki hefði heldur verið rætt um tilfinningaleg atriði eins og öryggisleysi eða kvíða. Í þessum viðtölum lýstu nemarnir vinnulagi við leiðsögn sem er mjög hefð- bundið og algengt en hefur líka verið gagnrýnt í skrifum um kennaramenntun. Vettvangsnám kennaranema hefur lengi verið talið mikilvægur þáttur í kennara- menntun, ekki síst hafa kennaranemar sjálfir talið það mikilvægt (Ragnhildur Bjarna- dóttir, 2005). Reyndir kennarar hafa annast leiðsögn kennaranema og gegnt þannig lykilhlutverki sem kennarar nemanna á starfsvettvangi. Hér á landi hafa þessir kenn- arar oftast verið kallaðir æfingakennarar, viðtökukennarar og leiðsagnarkennarar. Í grein þessari mun ég framvegis nota orðið leiðsagnarkennari um þá kennara sem ann- ast leiðsögn kennaranema á öllum skólastigum og einnig annarra nýliða í kennslu. Ég nota orðið nýliði um bæði kennaranema og nýja kennara. Löng hefð er fyrir leiðsögn kennaranema í tengslum við vettvangsnám. Samkvæmt þeirri hefð er markmið leiðsagnarinnar aðlögun kennaranema að kennarastarfinu, þ.e. almenn þjálfun í starfi og í að beita þekkingu úr bóklegu námi í kennslunni. Svo vitnað sé til gamalla hugtaka úr iðnmenntun þá er kennaraneminn í hlutverki „lærlings“ og reyndi kennarinn í hlutverki „meistarans“ í slíku aðlögunarferli (Hob- son, Ashby, Malderez og Tomlinson, 2009; Skagen, 2004; Sundli, 2007a). Margt bendir til að hefðin sé lífseig, að væntingar til leiðsagnarkennara og sýn þeirra á eigið hlut- verk sé víða enn á hefðbundnum nótum og í samræmi við lýsingar kennaranemanna tólf sem getið var hér að framan. Í grein þessari er sjónum beint að kenningum um leiðsögn. Á liðnum fjórum ára- tugum hafa komið fram margar kenningar um leiðsögn kennaranema og annarra ný- liða í kennslu þar sem greina má mismunandi markmið með leiðsögninni. Þær helstu sem fram komu á síðustu áratugum 20. aldarinnar eru í anda þeirrar fræðasýnar sem þá var ríkjandi í menntunarfræði, meðal annars í skrifum um kennaramenntun. Hefð- bundnar áherslur á aðlögun og verkþjálfun voru gagnrýndar og því haldið fram að með leiðsögn bæri að stuðla að víðtækari starfsmenntun og fagmennsku kennara- nema (Feiman-Nemser og Buchmann, 1987; Handal og Lauvås, 1983; Pajak, 1993). Búa þyrfti verðandi kennara undir það að takast á við huglæga og siðræna þætti kennara- starfsins ekki síður en þá verklegu. Ígrundun um athafnir í starfi fékk meira vægi en athafnirnar sjálfar þar sem hagnýtar ábendingar áttu að víkja fyrir „menntandi sam- skiptum“. Stefna skyldi að menntun nemanna, sjálfstæði og fagmennsku í starfi. Áhrif frá mannúðarstefnu og hugsmíðahyggju voru áberandi og er einkum vitnað í Carl Rogers (1969), Jerome Bruner (1990) og Lev Vygotsky (1978). Á árunum frá síðustu aldamótum hafa nýjar kenningar mótast og fyrri kenningar og hugtök þróast. Athyglin beinist ekki einungis að kennaranemum, heldur einnig að nýjum kennurum og stundum kennurum almennt. Kenningar um leiðsögn, þar sem áhersla er lögð á ígrundun, hafa notið mikillar hylli en líka verið gagnrýndar fyrir að vera of vitsmunalegar. Nýlegar rannsóknir benda til þess að nýliðar í kennslu séu mjög óöruggir og að leita þurfi leiða til að styðja þá í að glíma við tilfinningalegar og félagslegar hliðar starfsins ekki síður en þær sem reyna á vitsmuni og þekkingu (Le Cornu, 2009; Ragnhildur Bjarnadóttir, 2008). Kenningar um nám sem félagslegt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.