Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 13

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 13
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 13 ragnHildUr BJarnadÓttir Samstarfsverkefnin milli háskóla og vettvangs hér á landi eru enn í mótun en ljóst er að þau fela í sér breytingar á samhengi og umgjörð leiðsagnar sem tengist vettvangs- námi. Á vef vettvangsnáms á Menntavísindasviði er tekið fram að mótuð verði fagleg námssamfélög í þeim tilgangi að efla hæfni allra þeirra sem taka þátt í samstarfinu og styrkja þróun stofnana (Háskóli Íslands, Menntavísindasvið, 2012). Í kennaradeild Háskólans á Akureyri er stefnt að því að þróa öflugt samstarf starfsþróunarskóla og kennaradeildar þar sem viðurkennt er að hagsmunir samstarfsaðila séu gagnkvæmir (Anna Elísa Hreiðarsdóttir o.fl., 2011). Ef litið er á leiðsögn sem æskilegt verkfæri til að ná slíkum markmiðum þarf að skilgreina slíka leiðsögn og leiðsagnarhlutverkin og þá einkum ábyrgðina sem einstaklingar, hópar eða stofnanir bera. Ekki síst þarf að ræða mjög ítarlega hvernig megi koma hugmyndunum í framkvæmd og hvernig skapa megi aðstæður til að nálgast eða ná markmiðum sem sett eru um vettvangsnám. Tilgangur og skipulag greinarinnar Tilgangur greinarinnar er að draga upp mynd af helstu kenningum um leiðsögn ný- liða í kennslu, sem hafa komið fram á undanförnum árum og áratugum, og þá einkum af ólíkum markmiðum með leiðsögninni. Til að myndin yrði sem skýrust ákvað ég að skipa kenningunum í fjóra flokka með hliðsjón af markmiðum leiðsagnarinnar. Grein- inni er ætlað að vera grundvöllur fyrir umræður og ákvarðanir um æskileg markmið og áherslur þegar skipuleggja á leiðsögn kennaranema. Ég tel alls ekki æskilegt að þeir aðilar sem skipuleggja og móta leiðsögn velji einn af þessum fjórum flokkum og hafi hann til hliðsjónar. Von mín er sú að þeir geti nýtt greiningu mína á leiðsagnar- kenningum til að ræða um mun eða ágreining milli sjónarmiða og hvernig hægt sé að láta ólíkar kenningar vinna saman og bæta hver aðra upp. Einnig vænti ég þess að greining mín nýtist reyndum kennurum í meistaranámi sem kjósa að sérhæfa sig á þessu fræðasviði. flOKKUn KEnninga UM lEiÐsÖgn nÝliÐa Í KEnnarastarfi Mikið hefur verið skrifað um áherslur og markmið með starfstengdri leiðsögn. Margir fræðimenn, sem hafa fjallað um leiðsögn kennaranema og annarra nýliða í kennslu, hafa skipað kenningum um leiðsögn í flokka, stundum tvo flokka, þrjá eða jafnvel mjög marga, í þeim tilgangi að varpa ljósi á fræðasvið sem kalla má uppeldisfræði leiðsagnar eða kennslufræði leiðsagnar (sjá m.a. Hobson o.fl., 2009; Orland-Barak, 2010; Pajak, 1993, 2003; Plant, 2009; Skagen, 2004). Í flestum tilvikum byggist flokk- unin á hugmyndafræðilegum bakgrunni kenninganna eða á leiðsagnaraðferðum. Í þeirri rannsókn sem hér er greint frá er sjónum beint að markmiðum með leið- sögn kennaranema og þess vegna flokka ég kenningar og áherslur í skrifum um slíka leiðsögn eftir markmiðum leiðsagnarinnar. Fyrsta skrefið var að kanna skrif fræði- manna á sviði menntavísinda um þetta efni. Einkum skoðaði ég bækur og greinar um starfstengda leiðsögn í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en þar er mikil gróska í skrifum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.