Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 15

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 15
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 15 ragnHildUr BJarnadÓttir vandamál, sem gjarnan koma upp í starfinu, og þekki betur eigin viðbrögð við því. Bæði er stefnt að breyttu atferli og einnig að huglægari þáttum eins og aukinni víð- sýni og dýpri skilningi á starfinu og sjálfum sér sem starfsmanni. Allt þetta má flokka undir hugtakið starfsmenntun. (Ragnhildur Bjarnadóttir, 1993, bls. 35) Leiðsögn sem tengist vettvangsnámi felur í sér tækifæri til að ræða um það sem gerist í starfinu svo og um hugmyndir og viðhorf. Samkvæmt þessari sýn eiga leiðsagnar- kennarar að stuðla að ígrundun nemanna um eigin reynslu í starfi, þ.e. að þeir hugsi um hana og ræði hana. Þannig þróa þeir skilning sinn á starfinu og þeirri ábyrgð sem því fylgir. Í áðurnefndri bók minni styðst ég við bók Norðmannanna Gunnars Handal og Pers Lauvås frá árinu 1983, einkum hvað varðar hugtakið starfskenningu, í skilgreiningu minni á markmiðum og aðferðum leiðsagnarkennara. Þeir skilgreina starfskenningu sem þær hugmyndir einstaklinga sem liggja að baki beinum athöfnum í starfi og er þá vísað bæði til þekkingar þeirra og viðhorfa. Markmið leiðsagnarinnar er að nem- arnir ígrundi þessar hugmyndir og verði þannig meðvitaðri um eigin starfskenningu og færir um að þróa hana. Athafnirnar sjálfar eru ekki aðalatriðið heldur að nem- arnir tengi hugsun við athafnir. Kennaraneminn er í hlutverki nemandans og eru kennsluáætlanir notaðar sem verkfæri til að ræða hugmyndir, viðhorf og siðræn gildi. Samskiptin snúast reyndar bæði um skrifaða texta og það sem gerist í starfinu. Leið- sagnarkennarinn verður að vera í senn styðjandi og ögrandi til að kennaraneminn grandskoði eigin hugmyndir og bæði sjái og hugleiði nýja möguleika. Kennaranem- inn á að vera virkur í að þróa – á grundvelli fyrri þekkingar og reynslu – eigin starfs- kenningu í þessum samskiptum (Handal og Lauvås, 1983). Í úttekt Handals á kenningu þeirra félaga árið 2007 segir hann samskiptin í leið- sögninni einkennast af því að leiðsagnarkennarinn sé í hlutverki hins „gagnrýna félaga“ en ekki lærimeistara. Það sé kennaraneminn sem ráði ferðinni enda þótt þekk- ing kennarans sé viðurkennd og mikilvæg forsenda þess að hann geti verið krefjandi og gagnrýninn í samræðunum og stuðlað þannig að þeirri ígrundun sem er markmið leiðsagnarinnar. Þannig styður hann kennaranemann í að grandskoða afmarkaðar hliðar á eigin starfskenningu. Hann segir skilgreiningar þeirra félaga á námi falla að kenningum Vygotskys um vitþroska og nám (1978), og einnig skrifum James Greeno (1998) um aðstæðubundið nám (sjá næsta kafla). Hugtakið merking sé í brennidepli; takmarkið sé að þróa þá merkingu sem kennaranemar leggja í eigin athafnir, þ.e. að dýpka skilning þeirra á því hvernig val á athöfnum tengist þekkingu, gildismati og viðmiðum um fagmennsku. Samræðan (n. dialog) verði að vera kjarni samskiptanna í leiðsögninni þar sem tungumálið sé það verkfæri sem beitt er við þróun merkingar og skilnings (Handal, 2007). Í Noregi hefur þessi kenning verið ríkjandi í starfi og námi leiðsagnarkennara allt fram til þessa (Skagen, 2004; Sundli, 2007a) og einnig hefur hún notið mikilla vinsælda annars staðar á Norðurlöndum. Kåre Skagen (2004) kallar þessa kenningu um leiðsögn kennaranema athafna- og ígrundunarmódelið (n. handlings- og refleksjonsmodellen). Í skrifum margra annarra fræðimanna hafa áherslur og skilgreiningar á mark- miðum leiðsagnar verið á sömu nótum og hjá Handal og Lauvås (sjá m.a. Feiman- Nemser og Buchmann, 1987; Korthagen og Kessels, 1999; Pajak, 1993; Tomlinson, 1995;
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.