Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 16

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 16
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201316 leiðsögn kennaranema – stefnUr og straUmar Zeichner og Liston, 1985). Hollenski fræðimaðurinn Fred Korthagen og samstarfs- menn hans hafa lengi rannsakað og fjallað um ígrundun og leiðsögn í kennaranámi. Korthagen leggur meiri áherslu en Norðmennirnir á starfsreynslu sem grundvöll námsins. Kennaranemar þrói með sér sífellt blæbrigðaríkari „innri heildir“ (þ. Ge- stalt) með fjölbreyttri reynslu á vettvangi og með því að tengja fræðilega þekkingu og hugtök við þessa persónulegu reynslu með aðstoð leiðsagnarkennara. Hann lýsir fimm þrepum í hringferli náms sem byggist á reynslu og leiðsögn: 1) athafnir, 2) farið yfir athafnir, 3) athygli beint að afmörkuðum þáttum, 4) aðrir möguleikar á viðbrögð- um/athöfnum ræddir, 5) prófun – og upphaf á nýjum hring. Hann heldur því fram að til þess að þróast sem fagmenn í starfi verði kennaranemar að öðlast færni í að ígrunda eigin athafnir og áherslur (Korthagen, 1985, 1992). Leiðsagnarkennarar gegni því lykilhlutverki og mikilvægt sé að efla leiðsagnarhæfni þeirra og þá einkum hæfni í markvissum samskiptum sem stuðla að slíku menntaferli (Crasborn, Hennissen, Brouwer, Korthagen og Bergen, 2008; Hennissen, Crasborn, Brouwer, Korthagen og Bergen, 2008; Korthagen, 1992). Í sumum tilvikum hefur umfjöllun um aðferðir og markmið í starfstengdri leiðsögn beina skírskotun til vitsmunalegrar hugsmíðahyggju eins og fram kemur í skrifum danska fræðimannsins Peters Plant (2009) um starfstengda leiðsögn. Þá er markmiðið að styðja kennaranema í lausnaleit (e. problem solving), þ.e. í því að leysa vanda- mál, sem upp koma í starfi og í verkefnavinnu, með því að beita vitrænum aðferðum. Meðal annars eru þeir hvattir til að hugsa um eigin aðferðir, skilning og þekkingu með hliðsjón af skilgreiningum á hugtakinu hugarvitund (e. metacognition). Niðurstöður Norðmannsins Catos Bjørndal eru á sömu nótum en rannsóknir hans sýna fram á mikilvægi þess að bæði leiðsagnarkennarar og kennaranemar horfi á leiðsögnina utan frá, þ.e. að markmið og aðferðir í leiðsögninni séu ræddar og gagnrýndar í sjálfri leið- sögninni (Bjørndal, 2009). Þannig er stuðlað að því að nemarnir þrói hugarvitund sína, þ.e. vitund um eigin hugsanir og námsaðferðir og einnig hæfni í að hafa stjórn á þeim. Í anda mannúðarstefnu Rogers er tekið mið af kennaranemunum í öllum þessum kenningum, þ.e. af áhuga, þekkingu og reynslu þeirra, enda talið að fólki sé áskapað að vilja læra og þroskast (Rogers, 1969). Hugmyndir um menntandi samskipti og reynslu eru byggðar á kenningu Johns Dewey (1933, 2000). Bæði aðferðir og mark- mið taka mið af skilgreiningum Donalds Schön (1983) á hugtakinu ígrundun og bæði vitsmunaleg og félagsleg hugsmíðahyggja setja mark sitt á skilgreiningar á námi, og þá einkum kenningar Bruners og Vygotskys. Samkvæmt þeim eru kennaranemarnir taldir móta sjálfir, á grundvelli fyrri reynslu, eigin þekkingu og skilning á starfinu, innra með sér og í samskiptum við aðra. Markmið: Stefnt er að því að kennaranemar verði hæfir til að ígrunda eigin athafnir í starfi, einnig eigin þekkingu, viðhorf og gildi, þar sem fagmennska er í fyrirrúmi. Segja má að ígrundun sé bæði aðferð og markmið þar sem áhersla er lögð á að nem- inn verði „ígrundandi“ í starfi sínu. Menntun kennaranemans er í brennidepli og þá einkum þróun skilnings hans og viðhorfa, frekar en þjálfun eða aðlögun að starfi. Gagnrýni: Á undanförnum árum hafa þessar kenningar verið gagnrýndar fyrir að vera of vitsmunalegar og einstaklingsmiðaðar. Áhersla sé lögð á vitrænt nám ein- staklinga en síður á aðrar hliðar menntunar eða félagslegt nám. Að hluta til byggist
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.