Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 27

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 27
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 27 ragnHildUr BJarnadÓttir Skil milli flokka eru samt ekki alltaf skýr. Mikil skörun er milli sumra þeirra hvað varðar hugmyndafræðilegan bakgrunn og einnig má greina ólíkar áherslur innan hvers flokks. Einnig er ljóst að allar þessar kenningar eða áherslur hafa þróast á undan- förnum árum og eru enn að þróast. Enda þótt markmið leiðsagnarinnar séu að mörgu leyti ólík eiga þessar kenningar margt sameiginlegt hvað varðar viðhorf til náms. Litið er á félagsleg samskipti sem grundvöll námsins og námið er talið tengjast sérstökum aðstæðum kennarastarfsins. Kenningar um aðstæðubundið nám setja yfirleitt mark sitt á hugmyndir um stuðning við námið og er þá vitnað í Lave, Wenger og Rogoff og einnig fræðimenn á sviði kennaramenntunar (Borko, 2004; Edwards, Gilroy og Hartley, 2002). Bæði Handal (2007) og Korthagen (2010) hafa í seinni tíð tengt kenningar sínar við skilgreiningar á aðstæðubundnu námi eins og áður hefur komið fram. Greina má áhrif Vygotskys og Bruners í öllum flokkunum. Flokkur 4 sker sig þó frá hinum nálgununum en þar er litið svo á að stofnanir „læri“ ekki síður en einstaklingar og hópar. Margt er þó ólíkt varðandi umfjöllun um nám. Í sumum tilvikum eru innri námsferli í brennidepli – í öðrum félags- og menningarleg ferli. Sálfræðikenningar setja mark sitt á kenningar í flokkum númer 1 og 3, einkum kenningar um vitsmunalegt nám og kenningar sem byggjast á mannúðarstefnu. Í flokkum númer 2 og 4 eru áherslurnar félags- og menningarlegar. Samfélagið, menningin og skólastarfið mynda umgjörð og útgangspunkt leiðsagnarinnar enda þótt ekki sé litið fram hjá námi einstaklinganna. Sú þekking sem stefnt er að með leiðsögninni er að mörgu leyti mismunandi. Mikil- vægt er talið að kunna til verka samkvæmt kenningum í flokki 2 og verkleg þekking talin vera hluti af starfsmenningunni. Þekking á skólasamfélaginu og skólamenning- unni skiptir miklu í kenningum í flokki 4. Stefnt er að sjálfsþekkingu í flokkum 1 og 3 þótt áherslur séu mismunandi. Nýlegar rannsóknir Bjørndals (2009), sem varpa ljósi á mikilvægi þess að horft sé á leiðsögnina utan frá, þ.e. að markmið og aðferðir séu ræddar og gagnrýndar í sjálfri leiðsögninni, eru áhugaverðar. Þá er markmiðið það að efla hugarvitund þátttakenda í leiðsögninni. Tungumálið er í flestum tilvikum talið nauðsynlegt verkfæri í þróun þekkingar og skilnings, innra með einstaklingum og í hópum eða samfélögum. Mörg af þeim markmiðum leiðsagnar sem hér hefur verið fjallað um eru greinilega langtímamarkmið. Stefnt er að persónulegu öryggi í starfi, alhliða menntun, þróun fagmennsku o.s.frv. Ljóst er að ekki er hægt að ná slíkum markmiðum á stuttum tíma- bilum vettvangsnáms. Skagen (2004) hefur gagnrýnt þessar áherslur á langtímamark- mið. Ég tek undir þá gagnrýni og tel óhjákvæmilegt að horft sé bæði til langtímamark- miða og skammtímamarkmiða þegar leiðsögn er skipulögð. Samskipti er lykilorð í skilgreiningum á starfstengdri leiðsögn. Samskipti í leiðsögn einkennast annars vegar af tengslum milli þátttakenda og hins vegar af innihaldi sam- skiptanna. Í öllum þeim kenningum sem hér hefur verið fjallað um eru samræður grundvallaratriði. Stuðningur einkennir einnig samskiptin og þá oftast í merkingunni „vörðuð þátttaka“ samkvæmt kenningu Rogoff (1990, 2003). Ekki verður annað séð en að alls staðar sé stefnt að dreifðri ábyrgð, að kennaranemar beri ábyrgð á eigin námi en eigi að njóta stuðnings leiðsagnarkennara. Hugmyndir um aukið lýðræði og jafn- ingjasamskipti setja svip sinn á sumar kenninganna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.