Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 28

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 28
28 Eins og áður hefur komið fram hafa margir fræðimenn skipað kenningum um starfstengda leiðsögn í flokka til að varpa ljósi á fræðasvið sem kallað hefur verið uppeldisfræði leiðsagnar, kennslufræði leiðsagnar eða uppeldisfræði leiðsagnarnáms. Í leiðsagnarfræðum er þá meðal annars fjallað um kenningar um leiðsögn nýliða í kennslu og líka um spurningar sem tengjast menntun leiðsagnarkennara (Bjørndal, 2009; Sundli, 2007a). Til dæmis má nefna spurningar um það hvers konar þekkingu og hæfni leiðsagnarkennara eigi að stefna að með náminu. Ég tel að verðandi leiðsagnar- kennarar þurfi að kynna sér vel og ræða helstu kenningar um starfstengda leiðsögn og markmið með henni. Miklu skiptir að allir þeir sem koma að skipulagi á starfs- tengdri leiðsögn, eru að mennta sig á þessu sviði eða stefna að því að verða leiðsagnar- kennarar, kynni sér vel og ræði helstu hugtök sem tengjast þessu sérstaka fræðasviði. Tungumál leiðsagnarfræðanna er flókið og í mikilli þróun. Niðurstaða mín, af þeirri rannsókn á leiðsagnarkenningum sem hér hefur verið lýst, er sú að kenningarnar eigi margt sameiginlegt þrátt fyrir margt sem greinir þær að. Ég tek undir þau viðhorf að æskilegt sé að líta á leiðsagnarfræði sem sérstakt fræða- svið, hvort sem það fellur undir uppeldisfræði, kennslufræði eða menntunarfræði. Íslenskir háskólakennarar, aðrir kennarar og skólar, sem annast leiðsögn kennara- nema, verða síðan að ræða og móta þessar kenningar með hliðsjón af íslenskum veru- leika og í þeim tilgangi að bæta og þróa starfstengda leiðsögn í skólum landsins. Í inngangi kom fram að greininni væri ætlað að vera grundvöllur fyrir umræður og ákvarðanir um æskileg markmið og áherslur þegar skipuleggja á leiðsögn kennara- nema og annarra nýliða í kennslu. Ég tel ekki líklegt eða æskilegt að einblínt sé á eina afmarkaða leiðsagnarstefnu heldur mikilvægt að leitað sé leiða til að láta þessar kenn- ingar vinna saman og bæta hver aðra upp. Vona ég að greining mín á leiðsagnarkenn- ingum, og einkum á markmiðum leiðsagnarinnar, nýtist öllum þeim sem taka þátt í að skipuleggja vettvangsnám og leiðsögn sem því tengist, og einnig þeim sem eru að mennta sig til að sinna leiðsagnarhlutverki í leikskólum, grunnskólum og framhalds- skólum. lOKaOrÐ Í grein þessari hefur verið fjallað um leiðsögn kennaranema og hafa markmið leið- sagnarinnar verið í fyrirrúmi. Tilgangurinn var að draga upp sem skýrasta mynd af kenningum um starfstengda leiðsögn og þá einkum af markmiðum leiðsagnar eins og þau birtast í þessum kenningum. Til þess að leggja grunn að markvissum umræðum um þátt og fyrirkomulag leiðsagnar í kennaramenntun hér á landi er afar mikilvægt að einnig séu könnuð viðhorf kennaranema, leiðsagnarkennara, skólastjórnenda, háskólakennara – og allra annarra sem koma að vettvangsnámi kennaranema – til markmiða og aðferða. Ekki er síður aðkallandi að þessir hópar fái tækifæri til að ræða um markmið leiðsagnar og hvernig hægt sé að nálgast þessi flóknu markmið. Þeim verður ekki náð nema í náinni samvinnu allra þeirra, einstaklinga og stofnana, sem koma að vettvangsnámi og taka þátt í að endurskoða þær aðstæður sem mynda um- gjörð um vettvangsnám og leiðsögn kennaranema. leiðsögn kennaranema – stefnUr og straUmar Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(1) 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.