Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 37

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 37
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 37 HeLGA RUT GUðMUNDsDÓTTIR MeNNTAvísINDAsvIðI HáskÓLA ísLANDs Uppeldi og menntun 22. árgangur 2. hefti 2013 Tónmenntakennsla í íslenskum grunnskólum Í þessari rannsókn var hlutverk íslenskra tónmenntakennara kannað og fyrirkomulag tónmenntakennslu . Greinin er byggð á viðtölum við tólf tónmenntakennara sem valdir voru af handahófi á landsvísu . Tónmenntakennararnir gegndu lykilhlutverki í tónlistar- lífi síns skóla og voru, meðfram kennslunni, beðnir að sinna ýmsu öðru sem tengdist tón- list, svo sem undirleik á skemmtunum og umsjón með samsöng . Flestir virtust einangraðir í kennslustörfum sínum og vildu eiga meira samstarf við aðra . Áherslur í kennslu voru nokkuð misjafnar en þó voru tónmenntakennararnir frekar hefðbundnir í vali á aðferðum og efni . Söngur var algengasti liðurinn í tónmenntakennslunni og þótti ómissandi . Sköpun og hljóðfæranotkun þótti einna erfiðast að sinna . Rætt er um mikilvægi þess að þróa nýja kennsluhætti í tónmennt með ákveðnari stefnumörkun í námsgreininni til þess að sporna við stöðnun . Niðurstöður benda til þess að efla þurfi færni tónmenntakennara í fjölbreytt- um kennsluaðferðum en þá skiptir þjálfun og símenntun tónmenntakennara höfuðmáli . Efnisorð: Tónmennt, tónmenntakennsla, tónmenntakennarar, list- og verkgreinar, list- greinar inngangUr Lagt var upp í þessa rannsókn með það markmið að draga upp mynd af dæmigerðum tónmenntakennurum og tónmenntakennslu í íslenskum grunnskólum. Í greininni verður íslensk tónmenntakennsla sett í samhengi við fræði um tónlistarmenntun og þekkingu á tónmenntakennslu erlendis. Lítið er vitað um fyrirkomulag tónmennta- kennslu hér á landi en námsgreinin hefur verið kennd um árabil og verið í aðal- námskrá frá árinu 1976 (Helga Rut Guðmundsdóttir, 2008). Mikilvægt er að fylgjast grannt með þróun kennslu í öllum námsgreinum en hætta er á að síður sé fylgst með þeim greinum sem ekki eru prófaðar með samræmdum prófum. Upplýsingar um kennsluhætti og starfsumhverfi tónmenntakennara eru afar mikilvægar fyrir þróun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.