Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 39

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 39
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 39 Helga rUt gUðmUndsdÓttir Þó ekki liggi fyrir upplýsingar um það hvort algengara sé að tónmenntakennarar hætti kennslu en kennarar annarra námsgreina, má finna erlendar rannsóknir sem benda til þess að tónmenntakennarar séu undir meira álagi og sýni marktækt fleiri merki kulnunar í starfi en stærðfræðikennarar (Hodge, Jupp og Taylor, 1994). Slíkar niðurstöður gefa til kynna að starf tónmenntakennarans sé meira krefjandi en almenn kennsla, enda telja íslenskir tónmenntakennarar að starfið krefjist óvenjulega þrótt- mikilla einstaklinga (Kristín Valsdóttir, 2009, bls. 74). Ljóst er að margt í starfsumhverfi og aðstæðum í grunnskólum gerir starf tón- menntakennara erfitt. Má þar nefna stóra nemendahópa, lítil kennslurými, skort á hljóðfærum og tækjum og fábreytt námsefni. Allt eru þetta þættir sem tónmennta- kennarar hafa nefnt í viðtölum (Helga Rut Guðmundsdóttir, 2008; Kristín Valsdóttir, 2009). Ef eingöngu er horft á húsnæði og aðbúnað íslenskra tónmenntakennara, þá búa þeir oft við betri kost en starfssystkini þeirra í löndum sem við berum okkur saman við. Erlendis er aftur á móti yfirleitt mun meira úrval en hérlendis af námsefni í tónmennt. Inntak tónmenntakennslu Þó lítið hafi farið fyrir gagnrýninni umræðu um hlutverk tónlistar í skólum eða í menntun barna hér á landi hefur slík umræða verið virk á erlendum vettvangi síðast- liðin 40 ár. Umræðuna má að miklu leyti rekja til útgáfu bókar Bennetts Reimer, A philosophy of music education (Heimspeki tónlistarmenntunar), sem hafði gífurleg áhrif þegar hún kom fyrst út árið 1970. Skrif Reimers (Reimer, 1970, 2003) urðu tilefni snarpra skoðanaskipta á fræðilegum vettvangi meðal sérfræðinga í tónlistarmenntun (sjá t.d. Elliott, 1991; Reimer, 1996). Í bókinni leggur Reimer grunninn að hugmynda- fræðinni um tónlist sem „fagurfræðilega menntun“ (e. music as aesthetic education). Hugmyndir Reimers lutu að því að minnka vægi söngs og hljóðfæraleiks í tónmennta- kennslu en auka vægi hlustunar og þjálfunar í því að greina og njóta tónlistar. Hann benti á að fæstir nemendur yrðu tónlistarmenn síðar á ævinni en að allir myndu hlusta á og njóta tónlistar. Reimer vildi því færa kennsluáherslur frá því að efla færni nem- enda sem tónlistarflytjenda (e. performers) í þá átt að auka færni þeirra sem gagn- rýninna og upplýstra hlustenda og njótenda tónlistar. Mikið af því námsefni í tónmennt sem samið var á áttunda áratug síðustu aldar var undir sterkum áhrifum frá þessum hugmyndum. Nemendur áttu að læra að þekkja tónverk, stíltegundir og tónskáld og að greina hljóm ólíkra hljóðfæra, svo eitthvað sé nefnt. Tónlistarleg hugtök sem lýstu einkennum og uppbyggingu tónverka voru hluti af þeim orðaforða sem kenndur var í tónmennt. Söngur og hljóðfæraleikur fór þó ekki veg allrar veraldar, heldur gegndu þessir þættir því hlutverki að styðja við námsefnið og auka skilning á þeim hugtökum sem unnið var með hverju sinni. Þessara áhrifa gætir til dæmis í námsefninu í tónmennt frá Silver-Burdett í Bandaríkjunum. Áhrifin eru einnig augljós í því íslenska námsefni í tónmennt sem samið var fyrir 1980 og hefur verið í notkun allar götur síðan. Þessar hugmyndir um tónlist sem fagurfræðilega menntun nutu velgengni um hríð en þegar á leið sættu hugmyndirnar og efnið sem samið var í anda þeirra mikilli
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.