Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 40

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 40
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201340 tÓnmenntakennsla í íslenskUm grUnnskÓlUm gagnrýni. Í fyrsta lagi þóttu þessar hugmyndir hafa óeðlilega mikla slagsíðu í átt að vestrænni svokallaðri „sígildri“ tónlist, en önnur vestræn tónlist og tónlist annarra menningarheima var annaðhvort sniðgengin eða kynnt sem jaðarfyrirbrigði (Ander- son og Campbell, 2010; Campbell og Schupman, 1992). Fleira vafðist fyrir gagnrýnendum hugmyndanna um tónlist sem fagurfræðilega menntun, og þá helst hversu lítið hafði verið gert úr gildi þess að vera þátttakandi í tónlistarflutningi. Í bók sinni Music matters: A new philosophy of music education (1995) setti David J. Elliott fram kenningar til höfuðs hugmyndum Reimers og kallaði þær „Music education as praxial education“ eða tónlistarmenntun með virkni. Elliott hélt því fram að forsendan fyrir því að verða fær hlustandi og njótandi tónlistar væri að hafa tekið þátt í að flytja tónlist sjálfur. Þess vegna þyrfti að efla tónlistarflutning og úthýsa aðferðum sem byggðust eingöngu á tónlistarhlustun og eyðufyllingum á verk- efnablöðum í tónmennt (Elliott, 1995, 2005). Nýir straumar í tónmenntakennslu í heiminum á 21. öld bera vott um breyttar áherslur á ýmsum sviðum. Efnisval hefur tekið breytingum þar sem ekki þykir við hæfi að gera einum tónlistarstíl hærra undir höfði en öðrum. Ekki þykir heldur boð- legt að tónlistin sem börnin fá upp í hendurnar sé kennslufræðilega hönnuð til þess að kenna ákveðna hluti en ekki áhugaverð sem slík (Mills, 2005). Þess vegna hefur aukin áhersla verið lögð á fjölbreytt úrval tónlistar sem stuðli að raunverulegum tón- listarlegum upplifunum (Elliott, 2005). Á Norðurlöndum hefur þetta m.a. birst í því sem kallað hefur verið „rytmisk pedagogikk“ og byggist að mestu leyti á afrískum tónlistarhefðum (Bakken Hauge og Christophersen, 2000), en einnig með innleiðingu popptónlistar í auknum mæli í kennslu (Väkevä, 2006). Innleiðing popptónlistar sem undirstöðuatriðis í tónmenntakennslu átti sér stað þegar á níunda áratugnum á Norður- löndum, einkum á unglingastigi, en hefur gengið hægar í hinum enskumælandi heimi (Green, 2002, 2008). Þá hafa lýðræðishugmyndir tengst vangaveltum um efnisval og þátttöku nemenda. Spurningar eins og sú hver velji tónlistina sem unnið er með í tón- mennt og hverjum sú tónlist tilheyri skipta sífellt meira máli í nútíma lýðræðisþjóð- félögum (Jorgensen, 2003; Väkevä og Westerlund, 2007). Frelsi tónmenntakennara Tónmenntakennarar hafa mikið frelsi í starfi sínu hér á landi og erlendis. Sjaldgæft er að yfirmenn eða samstarfsmenn láti í ljós skoðanir á því hvað skuli fara fram í tónmenntastofunni og foreldrar eru síður líklegir til að fylgjast með því hvort tón- menntakennarinn fari eftir aðalnámskrá en til að mynda íslensku- eða stærðfræði- kennarinn. Fagfólk á sviði tónmenntakennslu þekkir þetta vel og bendir á að miklir möguleikar felist í því frelsi sem tónmenntakennarar hafa (Olsen og Hovdenak, 2007). Jafnframt hefur verið fjallað um mikilvægi þess að hver og einn tónmenntakennari móti sínar eigin persónulegu aðferðir í kennslu, þannig að leitast sé við að samræma viðurkenndar kennsluaðferðir og eigin færni (Campbell og Scott-Kassner, 1995). Þetta frelsi krefst mikils af hverjum og einum tónmenntakennara, bæði hvað varðar sjálf- stæði og faglega sýn. En einmitt í ljósi þessa frelsis er mikilvægt að ræða við og heim- sækja tónmenntakennara til þess að fá rétta mynd af því sem einkennir kennsluna og af inntaki hennar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.