Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 43

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 43
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 43 Helga rUt gUðmUndsdÓttir Samsöngur Samsöngur, þar sem bekkjardeildir eða jafnvel allur skólinn kemur saman til þess að syngja, virðist algengur og þá er það tónmenntakennarinn sem leikur undir og jafnvel stjórnar samsöngnum. Í úrtakinu voru sex af tólf skólum með samsöng sem fastan lið í skólastarfinu og var tíðni samsöngs frá því að vera hálfsmánaðarlega og allt að tvisvar í viku, en í tveimur skólum til viðbótar gat samsöngur verið á dagskrá eftir hentug- leika eða í tengslum við tilteknar árstíðir. Uppákomur Í fimm skólum var kórstarf þáttur í skipulögðu starfi og söngleikir í fjórum skólum. Auk þess er aðkoma tónmenntakennara að árshátíðum og jólaskemmtunum algengari en ekki, þar sem hlutverk tónmenntakennarans felst oftast í því að æfa söng nemenda og að leika undir sönginn. Aðeins tveir tónmenntakennarar gerðu ekki ráð fyrir slíkri vinnu í sínum skóla, en hjá hinum var hún sjálfsagður hluti starfsins. Viðhorf til námskráa Tónmenntakennararnir voru spurðir um skólanámskrána í tónmennt í skóla þeirra og álit þeirra á þágildandi kafla um tónmennt í aðalnámskrá grunnskóla. Rúmur helm- ingur þeirra kannaðist við að það væri til skólanámskrá í tónmennt í þeirra skóla, en höfðu ekki mikinn áhuga á að ræða hana nánar. Jafnvel þeir sem höfðu skrifað skóla- námskrána sjálfir virtust hafa gert það formsins vegna en könnuðust ekki við að fara mikið eftir henni. Þegar spurt var um kaflann um tónmennt í Aðalnámskrá grunnskóla – listgreinar frá árinu 20073 gáfu kennararnir nokkuð ólík svör. Annars vegar voru kennarar sem töldu þennan texta setja sér afar litlar skorður og hins vegar kennarar sem virtust nærri bugaðir af tilhugsuninni um það að geta ekki framfylgt öllum markmiðunum í aðal- námskrá. Þó tónmenntakennararnir hefðu ólík viðhorf til þess hversu bókstaflega skyldi túlka aðalnámskrána í tónmennt, þá virtust flestir sammála um það að ef mjög nákvæmlega væri farið eftir henni gerði hún óraunhæfar kröfur til tónmenntakennarans. Það sem virtist koma í veg fyrir að hægt væri að fara eftir aðalnámskrá í tónmennt, samkvæmt viðmælendunum, var einna helst hópastærðir og tímaskortur. Það vinnulag sem lagt er upp með í námskránni virtist ekki henta fyrir stóra bekki sem koma í tónmennt einu sinni til tvisvar í viku í 40 mínútur í senn. Fram kom í máli viðmælenda að námsþættir í tónmennt spönnuðu víðara svið en raunhæft væri að ná yfir á þeim tíma sem algengt væri að úthluta fyrir kennslu í tónmennt. Því tóku flestir það fram að þeir veldu til- tekna námsþætti sem þeir sinntu en slepptu þá öðrum. Þegar kom að því að ákveða hvaða námsþáttum í tónmennt skyldi sinnt og hverjum sleppt fór hver kennari eftir eigin sannfæringu um það á hvaða þætti bæri helst að leggja áherslu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.