Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 60

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 60
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201360 „að tryggJa framBoð og fJölBreytileika“ stefnufélagsfræði (e. policy sociology). Algeng rannsóknaraðferð á þessu sviði byggist á orðræðugreiningu, gagnrýnum kenningum og þekkingarfræði póststrúktúralista (Ball, 1997) sem ég nýti mér í þessari grein. Póststrúktúralistar véfengja hefðbundnar hugmyndir um það hvað frelsi, sannleik- ur, þekking eða vald sé. Þeir telja að merking tungumálsins, og þar af leiðandi vald, sé háð félagslegu samhengi þannig að merking geti verið breytileg og umdeilanleg. Því sé ómögulegt að greina stöðugan kjarna í hugtökum. Markviss skoðun á beitingu tungumálsins er leið til að átta sig á merkingu, uppruna hennar, pólitískum tilgangi og hvernig henni er viðhaldið (St. Pierre, 2000). Athugun mín byggist á póststrúkt- úralisma þar sem skoðuð eru orðræða (e. discourse), þrástef (e. discursive themes) og löggildingarlögmál (e. regime of truth, legitimating principles). Slíkt verklag er gjarnan nefnt orðræðugreining (e. discourse analysis). Orðræðugreining og afbygging Orðræða er sögulegt ferli og byggist á orðum, hugmyndum og athöfnum sem eru þrástef í orðræðunni. Þrástef merkir einfaldlega að eitthvað sé síendurtekið … Þrástefin mynda mynstur í orðræðunni. Þessi mynstur eru eins konar lögmál sem þó eru ekki algild, heldur hafa orðið til í pólítískum átökum fortíðar og samtíðar. Þessi mynstur má nefna söguleg og pólitísk löggildingarlögmál. Lögmálin fela bæði í sér beinar og óbeinar reglur um hvað má segja á viðkomandi vettvangi, reglur sem við verðum að taka tillit til ef við viljum að hlustað sé á okkur, en reynum jafnframt að hafa áhrif á. (Ingólfur Ásgeir Jóhannes- son, 2006b, bls. 179) Þessi skilgreining Ingólfs er byggð á skrifum Foucaults (1991, 2005). Ég mun færa rök fyrir því að yfirtitill greinarinnar „að tryggja framboð og fjölbreytileika“ sé þrástef í orðræðunni og hafi öðlast eins konar löggildingu, þ.e. erfitt sé að hugsa eða tala um námsgagnagerð án þess að þetta stef sé ríkjandi. Mikilvægur hluti greiningarinnar er að gera sér grein fyrir því hvaða hugtök verða ríkjandi og hvers konar hugsun er þögguð eða jaðarsett. Derrida (1974) bendir á að öll vestræn hugsun byggist á hugmyndinni um einhvers konar miðju, þ.e. að til sé ákveðinn sannleikur eða eðli en að andstæða þess miðlæga sé jaðarsett. Dæmi um slík tvíhyggjupör eru karl/kona, kristni/önnur trúarbrögð, Vesturlönd/önnur lönd og markaðsgeirinn/ríkisgeirinn þar sem hið fyrrnefnda er miðjað. Með afbyggingu (e. deconstruction) er reynt að finna hvernig tvíhyggjupörin tengjast, hvernig annað nýtur forréttinda og hitt er hunsað, þaggað eða jaðarsett. Í þessu sambandi má segja að frelsi, sjálfstæði, framboð, fjölbreytni og valddreifing séu miðjuð hugtök og sett fram sem andstæða við ríkisrekstur og miðstýringu sem kalli fram einsleitni og heftandi regluverk (Hursh, 2005). Kristín Dýrfjörð bendir á að orð- ræða nýfrjálshyggjunnar nýti sér hugtök sem fela í sér jákvæða merkingu; til dæmis sé það meira aðlaðandi að tala um mikilvægi þess „að losa um ramma og losna undan frumskógi regluveldisins en að segja að ætlunin sé að endurskrifa reglur til að þjóna auðmagninu“ (Kristín Dýrfjörð, 2011, bls. 50). Hugtök sem eru miðjuð vísa til atriða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.