Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 61

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 61
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 61 Berglind rÓs magnÚsdÓttir sem ekki þarf að rökstyðja eða réttlæta sérstaklega og því verður það nánast gefið sem sjálfsögð sannindi að mikilvægt sé að „afnema höft“ til að auka frelsi, sjálfstæði og fjölbreytni. Í greiningunni skáletra ég orð sem tengjast sérstaklega þrástefjum nýfrjáls- hyggjunnar og virðast miðlæg í orðræðunni. Algeng leið til að rýna í orðræðu á ákveðnu sviði er að velja eins konar úrtak úr rituðum texta, efni sem höfundur eða aðrir telja líklegt að séu lykilskjöl um málefnið (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 2006b). Þegar skjölin fyrir þessa rannsókn höfðu verið valin voru þau marglesin og athugað hvort og þá hvaða þrástef og lögmál nýfrjálshyggjunnar væru gegnumgangandi í íslenskum stefnuskjölum um náms- gagnagerð. Kynning á gögnum Valin voru til greiningar stefnuskjöl um námsgagnagerð á grunnskólastigi. Gróflega má skipta úrtakinu í tvennt. Í fyrsta lagi voru skoðuð lög um námsgagnagerð og umræða um þau í sögulegu og samtímalegu samhengi. Einu lögin sem beinast að námsgagnagerð varða grunnskólann og afmarkast athugunin því við það skólastig. Að því búnu þótti höfundi mikilvægt að átta sig á hvort svipuð orðræða væri sýnileg í stefnumörkun stofnana og fyrirtækja sem starfa undir þessum lögum. Val á stefnuskjölunum miðast við að ábyrgðaraðilar séu pólitískir fulltrúar í stefnu- mótun um námsgagnagerð fyrir grunnskóla. Valin voru þrjú skjöl sem gefin eru út af Alþingi (en drög að þessum skjölum eru unnin í mennta- og menningarmálaráðu- neytinu) og þrjú skjöl sem fjalla um stefnumótun innan Námsgagnastofnunar. Þar sem engin stefna eða stjórn var sýnileg á heimasíðu Skólavefsins (athugun gerð í júní 2012) sem er stærsta námsgagnafyrirtækið á grunnskólastiginu, fyrir utan Náms- gagnastofnun, er hér einungis rýnt í stefnuskjöl Námsgagnastofnunar. Þögnin um stefnumótun innan Skólavefsins á vef fyrirtækisins segir sína sögu um gagnsæi á námsgagnamarkaði. Til viðbótar var rýnt í orðræðu Viðskiptaráðs en það eru samtök sem m.a. reka skóla á framhalds- og háskólastigi. Ástæða þess að þau skjöl eru skoðuð er sú að samtökin virðast hafa haft sterk tengsl við ráðamenn á árabilinu sem er til skoðunar og mótað mjög menntaorðræðu nýfrjálshyggjunnar hér á landi. Margar af tillögum þeirra fengu brautargengi hjá stjórnvöldum (Kristín Dýrfjörð, 2011).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.