Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 67

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 67
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 67 Berglind rÓs magnÚsdÓttir Námsgagnastofnun. Með nýjum lögum fékk stjórn Námsgagnastofnunar rýrara hlut- verk en áður þar sem eftirfarandi ákvæði úr eldri lögum var fellt út í nýjum lögum: Námsgagnastofnun gerir fjárhags- og framkvæmdaáætlanir til allt að fimm ára. Námsgagnastjórn staðfestir áætlanir og fylgist með framkvæmd þeirra. Námsgagna- stjórn ber ábyrgð á starfsemi og fjárreiðum stofnunarinnar og ræður starfslið hennar að fengnum tillögum forstjóra, sbr. 4. gr. laga þessara. (Lög um Námsgagnastofnun nr. 23/1990) Stjórnin hefur ekki lengur neina formlega innsýn eða afskipti af ráðningarmálum og ákvæði um langtímaáætlanagerð sem stjórnin þurfti að samþykkja voru felld brott. Hins vegar hefur stjórnin enn stefnumótandi hlutverk. Hún á að marka stefnu í sam- ráði við forstöðumann, veita ráðgjöf og fylgjast með starfsemi stofnunarinnar. Þó að mun skýrari ákvæði gildi ennþá um hlutverk og skyldur Námsgagnastofn- unar en fyrirtækja á markaði hefur verið slakað á kröfum um lýðræði og fagmennsku í stjórnun hennar og stefnumótun. Stefnumörkun stjórnar Námsgagnastofnunar 2007–2011 Í stefnuskjölum Námsgagnastofnunar er lítið að finna um pólitíska stefnumótun eða inntak þeirrar starfsemi sem stofnunin sinnir. Í útgefinni stefnu Námsgagnastofnunar á þessu tímabili kemur m.a. fram að markmið stofnunarinnar sé að „bjóða fram vand- að og fjölbreytt námsefni sem uppfyllir kröfur Aðalnámskrár grunnskóla og Gátlista Námsgagnastofnunar“ (Námsgagnastofnun, 2012b, án blaðsíðutals). Sett eru fram átta markmið í stefnunni sem eru meira og minna mótuð af orðræðu stjórnunar- og markaðsvæðingar. Lögð er áhersla á að stofnunin sé hraðvirk, sam- keppnisfær og hagkvæm í rekstri. Námsefni skal „kynnt“ markvisst fyrir „hagsmuna- aðilum“ og því „dreift hratt og örugglega“ til skóla, höfð séu „skýr boðskipti“, gætt sé „hagkvæmni í námsefnisgerð og rekstri stofnunarinnar og viðskiptavinum veitt góð og fagleg þjónusta“ (Námsgagnastofnun, 2012b, án blaðsíðutals ). Í raun hafa mark- miðin ekkert eiginlegt inntak sem varðar námsgagnagerðina sjálfa. Markmið stjórnar- innar um árangursmat stofnunarinnar endurspegla vel þessi viðhorf: Stefnumiðað árangursmat (Balanced Scorecard) er haft til viðmiðunar þegar mark- mið eru sett og mat lagt á árangur. Þjónustukannanir verði gerðar annað hvert ár meðal viðskiptavina. Starfsánægjukönnun verði gerð annað hvert ár. Gerð verði reglulega úttekt á samstarfi við skóla og aðra hagsmunaaðila og árangur metinn. Símenntun, starfsárangur og starfsánægja er metin sameiginlega í árlegum starfs- mannasamtölum. (Námsgagnastofnun, 2012b, án blaðsíðutals) Árangur á markaði er í öndvegi þegar meta á útkomuna með stefnumiðuðu árangursmati og starfsánægjukönnunum og því sem snýr að viðskiptavininum með þjónustukönnunum og úttektum á samstarfi við skóla. Það er athyglisvert að í markmiðum stefnunnar kemur ekkert fram um ákveðna þætti í lagaákvæðum um Námsgagnastofnun, svo sem um ýmis atriði er varða stefnumótun, ábyrgð, frum- kvæði að rannsóknum og eftirfylgni við eigin útgáfu. Samkvæmt markmiðunum virð- ist stjórnin hafa litið fyrst og fremst á sig sem eftirlitsaðila með rekstri stofnunarinnar en ekki þátttakanda í mótun stefnu um námsgagnagerð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.