Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 82

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 82
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 201382 ViðHorf Ungmenna til mannréttinda innflytJenda og mÓttökU flÓttafÓlks ungmenna til ólíkra trúarbragða fólks í samfélagi sínu er þó dæmi um slíka nálgun en þar er ekki fjallað beint um viðhorf til réttinda innflytjenda eins og hér er gert. Flóttafólk og viðhorf til þess Árið 2011 töldust 15,2 milljónir manna í heiminum til flóttafólks (UNHCR, 2011). Rannsóknir á fordómum gagnvart minnihlutahópum benda til þess að flóttamenn og hælisleitendur séu sá hópur sem flestir sýna óhikað fordóma (Valentine og McDonald, 2004). Rannsóknir á viðhorfum barna og ungmenna til flóttamanna hafa að mestu byggst á tölfræðilegum gögnum og reynist erfitt að finna niðurstöður eigindlegra rannsókna. Í rannsókn Tenenbaums og Rucks (2012) á skilningi og rökstuðningi ungs fólks á aldr- inum 11–24 ára fyrir réttindum hælisleitenda voru tekin einstaklingsviðtöl við 260 þátttakendur sem síðan voru greind með megindlegum aðferðum. Fram kom að eftir því sem ungmennin voru yngri, þeim mun jákvæðari voru þau gagnvart réttindum hælisleitenda. Niðurstöður fyrrnefndrar IEA Civic Study árið 1999 í 28 löndum benda til þess að eftir því sem trúarbrögð og menning er einsleitari í löndum, þeim mun jákvæðari séu 14 ára ungmenni gagnvart flóttamönnum (Torney-Purta o.fl., 2001). Í sömu rannsókn kemur fram að þau sem sýna meiri skilning á mannréttindum eru jákvæðari gagnvart flóttamönnum en önnur. Svo virðist sem viðhorf ungmenna til móttöku flóttamanna á Íslandi hafi ekki verið könnuð fyrr en í rannsókninni Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi sem þessi rannsókn er hluti af. Niðurstöður úr megindlegum hluta rannsóknarinnar benda til þess að almennt taki ungmennin (14 og 18 ára) jákvæða afstöðu til þess að öll lönd ættu að taka við flóttamönnum sem flýja stríð eða ofsóknir í heimalandi sínu; um 75% voru mjög sammála og frekar sammála því (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2011). Á svipuðum nótum og í rannsókn Tenenbaums og Rucks (2012) voru hlutfallslega fleiri í yngri hópnum en þeim eldri mjög sammála móttöku flóttamanna. Markmið og rannsóknarspurningar Eins og fram hefur komið hafa viðhorf ungmenna til innflytjenda helst verið könnuð með því að leggja spurningalista fyrir þau með fyrirfram gefnum svarmöguleikum (erlendis t.d. Kerr o.fl. 2010, Torney-Purta o. fl. 2001: hérlendis t.d. Inga Dóra Sigfús- dóttir o.fl., 2005). Eigindlegar rannsóknir, þar sem tekin eru viðtöl við ungmenni í þeim tilgangi að fá fram dýpri skilning á viðhorfum þeirra til réttinda innflytjenda, virðast fáar bæði hér heima og á alþjóðavettvangi. Sömu sögu er að segja um viðhorf ungmenna til móttöku flóttamanna. Brýnt er að hlusta á rödd ungmenna og leita eftir þeirri merkingu sem þau leggja hvert og eitt í réttindi innflytjenda og flóttamanna. Það er ekki síst mikilvægt í ljósi kenninga innan uppeldis- og menntunarfræði og þroskasálfræði (t.d. Dewey, 2000; Kohlberg, 1984) þar sem áhersla er lögð á að við uppeldi og menntun barna og ung- menna sé brýnt að mæta ungmennum þar sem þau eru stödd á þroskabrautinni. Meginmarkmið rannsóknarinnar og um leið nýlunda hennar er að öðlast dýpri
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.