Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 89
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 89
margrét a. markÚsdÓttir og sigrÚn aðalBJarnardÓttir
að takmarka þurfi fjölda flóttafólks til að þess sé gætt að hér „myndu ekki hrúgast inn
mörg hundruð manns“ eins og Tinna orðar það. Ef til vill komi okkur heldur ekki við
allur þessi fjöldi flóttamanna annars staðar frá. Finnur hefur orðið: „Mér finnst skrýtið
þegar land er að fyllast af einhverjum flóttamönnum, sem eru kannski annars staðar
úr heiminum. Þá kemur það kannski okkur ekki það mikið við.“
Siðgæði og hjálpsemi
Ungmennin líta jafnframt á mikilvægi hjálpsemi frá mismunandi sjónarhornum. Sem
dæmi telur Ellen það betra fyrir land og þjóð að taka á móti flóttafólki því að það sé
„alltaf gott að hjálpa. Manni líður vel ef maður hjálpar og ég held að Íslendingum
myndi bara líða vel með að hafa hjálpað fólki sem þurfti hjálp.“ Þannig hugar hún
að líðan Íslendinga við að veita hjálparhönd. Gunnlaugur beinir athyglinni meira að
þeim sem eru hjálparþurfi og virðist siðferðilegur tónn í hugsun hans: „Mér finnst
alveg sjálfsagt að hjálpa [þeim] sem minna mega sín í samfélaginu.“ María leggur
einnig áherslu á hjálpsemina og setur sig í spor fólks sem býr við stríð: „Óbreyttir
borgarar sem fara með barnið sitt í leikskóla og síðan lendir sprengja á þeim og þau
deyja; út af engu. Þannig, mér finnst að við ættum að hjálpa til.“ Hún víkur þannig
óbeint að siðferðilegri skyldu okkar að hjálpa flóttafólki. Eiríkur segir um mikilvægi
samhjálpar að best væri að reyna að aðstoða flóttafólk í stað þess að senda það aftur í
aðstæðurnar sem það hefur flúið frá: „Bara upp á hjálpsemina, því að ef fólk hjálpast
að verður betra að [lifa] lífinu. Þá sér fólk að það er ekkert öllum sama.“ Vísi að mikil-
vægi gagnkvæmrar hjálpsemi má því sjá í orðum hans í tengslum við samkennd og
lífsgæði. Þá kemur Benjamín inn á mannlegt siðferði og telur sjálfsagt að taka á móti
flóttafólki; það fylgi því að vera „manneskja að axla slíka ábyrgð“. Hann bætir við að
stjórnvöld megi ekki líta undan heldur „axla ábyrgðina“ á því að taka á móti nauð-
stöddu flóttafólki: „Annað væri bara siðlaust.“ Við værum með því „að leyfa mann-
eskjunni að deyja eða“ að „ráðist“ yrði á hana eða hún „pyntuð og það er bara ekkert
rétt.“
UMrÆÐa
Markmið rannsóknarinnar var að öðlast dýpri skilning á viðhorfum ungmenna til
innflytjenda annars vegar og til móttöku flóttamanna hins vegar. Fyrst verður gerð
grein fyrir viðhorfum ungmennanna til innflytjenda og síðan viðhorfum þeirra til
móttöku flóttamanna.
Viðhorf til innflytjenda
Á heildina litið eru flest ungmennanna jákvæð gagnvart réttindum innflytjenda og
rímar það við niðurstöður fyrri rannsókna hér á landi sem hafa sýnt að meirihluti Ís-
lendinga sé jákvæður í garð innflytjenda (t.d. Ásdís G. Ragnarsdóttir o.fl., 2005; Friðrik
H. Jónsson, 2003). Einnig rímar það við niðurstöður úr megindlegum hluta þessarar
rannsóknar sem sýna að um 80% þátttakenda styðja ýmis réttindi innflytjenda hér á
landi (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2011).