Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 93

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 93
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 93 margrét a. markÚsdÓttir og sigrÚn aðalBJarnardÓttir Niðurstöðurnar minna á mikilvægi þess að unnið sé gegn ótta við komu innflytj- enda hingað til lands. Ótti við innflytjendur og fordómar gegn þeim tengjast nánum böndum (t.d. Leong, 2008; Riek o.fl., 2006). Í víðara samhengi er brýnt að vinna gegn fordómum og ýta undir að ungmenni tileinki sér þau viðhorf og þá hegðun sem er grunnur þess að allir fái notið mannréttinda (Menntamálaráðuneytið, 2008). Um leið er mikilvægt að efla trú ungmenna á að þau geti haft áhrif í mannréttindabaráttu með því að fræða þau um ábyrgð hvers og eins í henni. Ekki er hægt að krefjast eigin réttinda án þess að vera tilbúin(n) til að verja réttindi annarra (Gaudelli og Fernekes, 2004; Osler, 2008). Hægt væri að vinna með ótta og fordóma gagnvart innflytjendum með gagnrýninni umræðu, meðal annars í mannréttindafræðslu og félagsgreinum í grunn- og framhaldsskólum. Við bindum vonir við að niðurstöðurnar nýtist þeim sem ala upp og mennta börn og ungmenni. Þær hvetji þá til að styrkja félagstengsl barna og ungmenna sem hafa ólíkan bakgrunn, efla samskiptahæfni þeirra, siðferðiskennd og borgaravitund og um leið skilning á mannréttindum (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 2007). Þar geta heimilin, skólinn, frístundaheimili og félagasamtök, eins og Rauði krossinn, gegnt veigamiklu hlutverki. Í fjölmenningarlegu samfélagi skiptir máli að allir finni að þeir tilheyri heild. Jákvæð viðhorf ungmenna til réttinda innflytjenda og móttöku flóttamanna gefa von um að möguleiki sé á því að innflytjendur fái að njóta réttinda og taka fullan þátt í samfélaginu hér á landi. Um leið verðum við að vera meðvituð um að neikvæð við- horf sé jafnframt að finna, reyna að skilja hvað ýtir undir þau og gæta þess að þau fái ekki að þrífast. Þannig nær gott fjölmenningarlegt samfélag að vaxa og dafna. atHUgasEMD Rannsóknasjóður Rannís og Rannsóknasjóður Háskóla Íslands veittu Sigrúnu Aðal- bjarnardóttur mikilvæga styrki til þessarar rannsóknar sem er hluti rannsóknarinnar Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi. Unnið er að rannsókninni á rannsókna- setrinu Lífshættir barna og ungmenna við Háskóla Íslands . Unga fólkið sem tók þátt í rannsókninni fær sérstakar þakkir. Skólastjórnendum og skólameisturum, kennurum unga fólksins og foreldrum þeirra eru einnig færðar bestu þakkir. Jafnframt er Evu Harðardóttur, sem tók hluta viðtala við ungmennin, þakkað sérstaklega. HEiMilDir Advisory Group on Citizenship („Crick report“). (1998). Education for citizenship and the teaching of democracy in schools: Final report of the Advisory Group on Citizenship, 22 September 1998 . London: Qualifications and Curriculum Authority. Sótt af http://dera.ioe.ac.uk/4385/1/crickreport1998.pdf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.