Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 102

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 102
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013102 UppHaf kennaramenntUnar í UppeldismiðUðUm HandmenntUm (Borg, 2006; Salomon, 1893). Í slöjdstefnunni var lögð áhersla á að mynda jafnvægi milli líkamlegra og andlegra þátta (Thane, 1914), með heildstæða þróun barnsins að leiðarljósi, til að þróa hinn fullkomna borgara (Moreno Herrera, 1998). Uppeldismiðaðar handmenntir voru undanfari námsgreinanna hönnun og smíði og textílmennt. Í námskrám hafa handmenntagreinarnar gengið undir ýmsum nöfnum með mismunandi áherslum (Brynjar Ólafsson og Gísli Þorsteinsson, 2011). Vitneskja um sögulegan bakgrunn og þróun þessara námsgreina hlýtur að auka faglegt innsæi skólafólks og hjálpa því að setja þær í samhengi við samfélagslega þróun, móta af- stöðu sína til innihalds þeirra og þróa þær frekar. Í greininni er leitast við að svara eftirtöldum spurningum: Hvernig hófst kenn- aramenntun í uppeldismiðuðum handmenntum á Íslandi? Hverjir voru frumkvöðlar kennslunnar? Hverjar voru megináherslur þessarar kennslu? Hvernig fór þessi kennsla fram? baKgrUnnUr Um miðja 19. öld voru engir barnaskólar á Íslandi, þó að landið væri undir yfirstjórn danskra stjórnvalda, en árið 1814 var þar samþykkt löggjöf sem kvað á um skólaskyldu barna sem ekki hlutu fræðslu heima (Loftur Guttormsson, 2008). Mótun menntakerfa og stofnsetning alþýðuskóla var vel á veg komin víðast hvar í hinum vestræna heimi á þessum tíma. Sú þróun var svar við breyttum þjóðfélagsháttum og þörf fyrir nýjar menntunaráherslur. Alþýðumenntun var oft til umræðu hérlendis á síðari hluta 19. aldar, bæði úti í þjóðfélaginu og á Alþingi. Ýmsir málsmetandi höfundar bentu á þörfina í blaðagreinum og á Alþingi komu fram frumvörp til laga um alþýðumenntun, sem stefndu að því að auka menntunarstig alþýðunnar, en fá þeirra náðu fram að ganga. Var meðal annars ágreiningur um það hvort heimili ættu að sjá um fræðsluna og hver ætti að greiða fyrir hana (Loftur Guttormsson, 2008). Árið 1880 var lagt fram frumvarp á Alþingi um ,,uppfræðing barna í skrift og reikningi“, sem varð að lögum ári síðar (Lög um uppfræðing barna í skript og reikningi nr. 2/1880). Forráðamenn barna áttu að taka ábyrgð á uppfræðslu þeirra en áttu þó fullt í fangi með að framfylgja lögunum (Freysteinn Gunnarsson, 1958). Eftir stofnun fyrsta barnaskólans á Íslandi árið 1852 fjölgaði barnaskólum samfara vexti þéttbýlis (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1984). Það var þó ekki fyrr en árið 1907 að fyrstu fræðslulögin voru samþykkt á Alþingi, en þau mörkuðu tímamót í almennings- fræðslu á Íslandi. Handmenntir voru aðeins kenndar í örfáum skólum í Reykjavík um aldamótin 1900, á Skipaskaga og í Garðaskóla (Guðmundur Finnbogason, 1905; Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 1984). Uppeldismiðaðar handmenntir Hægt er að rekja hugmyndafræðilegan bakgrunn uppeldismiðaðra handmennta til uppeldisfræðinga og heimspekinga í Evrópu á 18. og 19. öld sem fjölluðu um gildi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.