Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 108

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Page 108
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013108 UppHaf kennaramenntUnar í UppeldismiðUðUm HandmenntUm Í framhaldi af erindi kennarafélagsins lagði fjárlaganefnd þingsins til, í frumvarpi til fjárlaga, að 11.400 kr. styrkur yrði veittur á fjárlögum ársins 1892–1893. Átti hann að greiða fyrir menntun kennara í skóla Mikkelsens er gæti veitt hinum íslenska skóla forstöðu og miðlað þekkingu til verðandi kennara ásamt því að kaupa verkfæri og áhöld handa 30 námsmönnum (Frumvarp til fjárlaga, 1891). Miklar umræður spunnust um tillögu fjárlaganefndar. Ekki voru allir þingmenn á einu máli um nauðsyn skólaiðnaðar fyrir alþýðumenntun og einkenndist um- ræðan af fáfræði um innihald hennar og gildi. Sumum þingmönnum fannst þó að skólaiðnaðarkennslan gæti orðið til þess að kenna landsmönnum að bera virðingu fyrir líkamlegri vinnu og að gera menn búhaga (Árni Jónsson, 1891; Benedikt Sveinsson, 1891). Skólaiðnaðurinn gæti jafnframt skapað jafnvægi milli bóklegra og verklegra áherslna í skólastarfi. Hún væri vel til þess fallin að kenna þjóðlegar iðnir og ekki ætti að gera greinarmun á heimilisiðnaði og skólaiðnaði (Jón Jónsson, 1891). Í áliti landshöfðingja kemur hins vegar fram að skólaiðnaðarkennsla sé mikilvæg af heilbrigðisástæðum þar sem íslensk ungmenni fari á mis við þá líkamlegu æfingu sem landvarnarskylda veiti í öðrum löndum. Mælti hann því með stofnsetningu sér- staks skóla til að sinna kennslunni í Reykjavík (Athugasemdir við frumvarp,1891). Flestum fannst þó mikilvægara að kenna aðrar námsgreinar en skólaiðnað í skólum landsins og var tillagan felld í annarri umræðu þingsins um fjárlögin (Árni Jónsson, 1891; Ólafur Briem, 1891). Hins vegar virðist sem þingmenn hafi viljað fylgjast með umræðu samtímans um þróun alþýðumenntunar í Skandinavíu (Páll Briem, 1891). Á sama tíma sendi Jón Þórarinsson, sem þá var allt í senn, þingmaður, formaður Hins íslenska kennarafélags og skólastjóri við Flensborgarskóla, beiðni til fjárlaga- nefndar um 1600 kr. fjárstuðning til skólaiðnaðarkennslu í Flensborg fyrir almanaks- árin 1892–1893. Beiðnin varð að viðbótartillögu fjárlaganefndar og var samþykkt sem liður í nýjum fjárlögum. Veitt var fé til áhaldakaupa fyrir tíu nemendur, til viðgerða á kennsluhúsnæði og fyrir laun kennara. Fjárlaganefndin réttlætti niðurstöðuna sem stuðning við litla tilraun sem síðan mætti læra af (Arnljótur Ólafsson, 1891). Á sömu fjárlögum var Flensborgarskóla veittur styrkur til kennarafræðslu fyrir þrýsting frá Alþingi á landsstjórnina. Þann 1. febrúar 1892 gaf landshöfðinginn út Reglugjörð fyrir kennarakennslu við alþýðu- og gagnfræðaskólann í Flensborg (nr. 9/1892). Í reglugerðinni var ákveðið að kennslan myndi hefjast 1. apríl ár hvert og stæði til 14. maí. Auk þess skyldi veita nemendum í efri deild gagnfræðaskólans upp- fræðslu í uppeldisfræði frá 1. október til 1. mars ár hvert (Guðni Jónsson, 1932). Á árabilinu 1892–1895 voru síðan haldin nokkurra vikna kennaranámskeið eftir skólalok á vorin við alþýðu- og gagnfræðaskólann í Flensborg. Fylgdi þeim æfingakennsla í barnaskóla sem einnig starfaði í Flensborg. Ein af aðalkennslugrein- um skólans var uppeldismiðaðar handmenntir, sem í reglugerð landshöfðingjans voru var kölluð uppeldisiðnaður. Kennslugreinarnar voru uppeldisfræði, uppeldisiðnaður (þ.e. slöjd) og teiknun og verklegar kennsluæfingar voru í kristindómi, náttúrufræði, landafræði, reikningi, íslensku (lestri, stafsetningu o. s. frv.) og skrift (Guðni Jónsson, 1932, bls. 66). Jón Þórarinsson lagði ríka áherslu á kennslu í uppeldismiðuðum handmenntum og þótti hann ná furðu miklum árangri í kennslunni. Hafði hann sjálfur einnig sérstaka
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.