Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 109

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 109
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 109 gísli Þorsteinsson og BrynJar Ólafsson ánægju af smíðum og öðrum líkum störfum og sat hann oft við í smíðastofunni í frí- stundum sínum (Guðni Jónsson, 1932). Jón Þórarinsson studdist við aðferðir Mikkelsens í handmenntakennslu sinni (Jón Þórarinsson, 1891). Eingöngu var lögð stund á trésmíði þar sem sögin og hefillinn voru aðalverkfærin. Ekki mátti útmá rispur með þjölum eða sandpappír. Nemendur gerðu hópæfingar til að æfa notkun verkfæra og þjálfa líkamann. Kennsluáætlunin var sveigjanleg til að unnt yrði að mæta þörfum ólíkra einstaklinga (Bennett, 1937). Kenna átti öllum bekknum saman, sem og einstökum nemendum. Kennslan byggðist á áhuga nemandans og þess vegna voru smíðaverkefnin hlutir úr daglegu lífi. Þegar öllum bekknum var kennt var hluturinn sem fyrirhugað var að smíða sýndur og gerð hans útskýrð. Kennarinn átti að teikna verkefnin á töfluna og nemendur síðan að teikna þau í minnisbækur (The Danish slöjd guide, 1893). Aðsókn var dræm að námskeiðunum. Vorið 1895 féll kennsla niður í hinum upp- eldismiðaða handmenntaþætti námskeiðanna vegna ónógs undirbúnings nemenda, en gert var ráð fyrir einhverri verklegri kunnáttu. Í staðinn kenndi Jón þeim teikn- ingu. Vorið 1896 féllu öll kennaranámskeiðin í Flensborg niður vegna ónógrar þátt- töku. Á þessum tíma fóru því margir kennarar skólans á námskeið í kennarafræðum til Kaupmannahafnar til að sækja sér frekari menntun og til leita að fyrirmyndum að kennaramenntun. Kennaradeild við Flensborgarskóla Sumarið 1895 sendu Jón Þórarinsson og Jóhannes Sigfússon, kennarar við Flens- borgarskóla, erindi til stiftsyfirvalda með ýtarlegum tillögum um fyrirkomulag kennaramenntunar í Flensborg. Það leiddi til þess að um haustið 1896 var stofnuð kennaradeild í Flensborg sem starfaði til ársins 1908 (Freysteinn Gunnarsson, 1958). Deildin starfaði sem þriðji bekkur gagnfræðaskólans og byggðist á árlegum styrk úr landssjóði. Lítils háttar breytingar voru gerðar á innihaldi kennaranámsins; þannig var bætt við kennslu í dönsku og söng (Guðni Jónsson, 1932). Uppeldismiðaðar handmenntir voru ekki meðal aðalkennslugreina námsins, líkt og fyrr, en samkvæmt reglugerðinni frá 1892 var ætlast til að þær væru kenndar (Reglugjörð fyrir kennarakennslu við alþýðu- og gagnfræðaskólann í Flensborg nr. 9/1892). Aðalkennarar kennaradeildarinnar voru Jón Þórarinsson, sem kenndi auk annarra greina heilbrigðisfræði og uppeldismiðaðar handmenntir, og Jóhannes Sigfússon, sem kenndi uppeldisfræði meðan hann var við skólann, eða þar til hann gerðist yfirkennari við Menntaskólann í Reykjavík haustið 1904. Þegar Jóhannes lét af störfum tók Magnús Helgason við kennslugreinum hans. Æfingakennslan fór fram í Garðaskóla. Deildin var fásótt framan af, með um fimm nemendur á ári, en um fimmtán að jafnaði síðustu fimm árin (Guðni Jónsson, 1932). Kennaraskólinn við Laufásveg Nýtt frumvarp um kennaraskóla var lagt fram á Alþingi árið 1903 þar sem lögð var til stofnun kennaraskóla í Reykjavík. Frumvarpið var endurflutt 1905 en ekki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.