Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 110

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 110
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013110 UppHaf kennaramenntUnar í UppeldismiðUðUm HandmenntUm samþykkt fyrr en við endurflutning þess árið 1907. Kennaraskólinn við Laufásveg var síðan stofnaður 1908. Stofnsetning Kennaraskólans hélst í hendur við samþykkt laga um alþýðufræðslu á Íslandi, sem tóku gildi 1. júní 1908 og sköpuðu aukna þörf fyrir menntaða kennara (Loftur Guttormsson, 2008). Kennaraskólinn var þriggja vetra skóli. Inntökukröfur voru ekki strangar og hægt var að standast þær án skólagöngu umfram barnafræðsluna. Samkvæmt lögunum um Kennaraskólann var ein hinna löggiltu kennslugreina uppeldismiðaðar handmenntir, sem þá voru kallaðar handavinna. Jón Þórarinsson, sem aðallega hafði kennt greinina í Flensborgarskólanum, fékk nú Matthías Þórðarson fornminjavörð til að taka að sér kennsluna (Freysteinn Gunnarsson, 1958). Hafði hann bæði lokið framhaldsmenntun frá Kaupmannahafnarháskóla í norrænum fræðum og numið uppeldismiðaðar hand- menntir við kennaraskóla Salomons (Holm, 1943). Jafnframt hafði hann kennt börnum smíðar um nokkurt skeið við Barnaskóla Reykjavíkur. Gagnstætt Jóni Þórarinssyni kenndi Matthías samkvæmt kennslufyrirkomulagi Salomons. Árið 1908 gaf Matthías út bókina Smíðareglur við skólasmíði til stuðnings við kennsluna (Smíðareglur við skólasmíði, 1908). Bókin er þýðing á fyrri hluta verk- efnabókar Salomons, sem hann gaf út árið 1902 (Salomon, 1902). Í bókinni er röð 20 verkefna fyrir byrjendur. Æfingakerfi Salomons og hugmyndafræði uppeldismiðaðra handmennta (slöjd) var undirstaða kennslunnar. Í kennslunni var tekið tillit til mismunandi getu nem- enda og vinnuhraða. Skipuleg röð verkefna átti að þjálfa handverksleikni og stuðla að alhliða þroska nemendanna (Salomon,1902). Unnið var frá hinu einfalda til hins flókna. Hver nemandi fékk að vinna á eigin hraða og taka þannig framförum frá einu viðfangsefni til annars. Þannig héldu nemendur áfram þar sem frá var horfið frá fyrra ári (Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909–1942). Ekki mátti hægja á nemendum til sam- ræmis við nemendur sem unnu hægar (Salomon, 1902). Árin 1908–1910 kenndi Matthías bæði drengjum og stúlkum uppeldismiðaðar handmenntir, tvo tíma á viku, í öllum þremur bekkjum skólans (Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909–1942). Æfingakennsla Kennaraskólans fór flest árin fram í skólanum sjálfum en nemendur gátu jafnframt farið í áheyrn í Barnaskóla Reykjavíkur, þar sem Matthías kenndi á sama tíma. Ekki er ljóst af heimildum hvort nemendur fengu æfingakennslu í uppeldismiðuðum handmenntum. Þegar handavinnukennsla stúlkna hófst árið 1910 var heiti hinna uppeldismiðuðu handmennta Kennaraskólans, skólasmíði, breytt í handavinnu pilta. Handavinnu- kennslunni var þá kynskipt í fyrsta og öðrum bekk en báðum kynjum kennd smíði í þriðja bekk (Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909–1942). Þorbjörg Friðriksdóttir kenndi handavinnu stúlkna, eins og tíðkaðist í kennslu- konuskólum á Norðurlöndunum, en hún hafði menntað sig í Danmörku við Dansk Kunstflidsforenings Skole og hjá Dansk Husflid (Vigdís Pálsdóttir, 1985). Þorbjörg lagði áherslu á gerð klæðnaðar er konur klæddust á þessum tíma og að viðhalda kunn- áttu í prjóni, hekli og viðgerðum á fötum. Var áhersla hennar meira í ætt við heimilis- iðnað en hugmyndafræði uppeldismiðaðs handverks. Stúlkurnar saumuðu til dæmis nærföt og svuntur auk þess sem þær lærðu að prjóna og gera ýmsa smáhluti. Þorbjörg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.