Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 116

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Side 116
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013116 UppHaf kennaramenntUnar í UppeldismiðUðUm HandmenntUm Eðlilegt hefði þó verið að leggja meiri áherslu á íslenskt handverk og þróun þess þegar litið er til heimilisiðnaðaráherslunnar sem hún stóð fyrir (Áslaug Sverrisdóttir, 2011). Áherslur Halldóru breyttu innihaldi handmenntakennslunnar og voru megin- markmið hennar talsvert frábrugðin hugmyndum forkólfa uppeldismiðaðra handmennta sem Jón Þórarinsson og Matthías Þórðarson byggðu kennslu sína á. Í stað hannyrðakennslu kvenna var nú tekin upp kennsla í heimilisiðnaði fyrir bæði kynin (Kennaraskólinn í Reykjavík, 1909–1942). Ef til vill var ástæðan sú að heimilisiðnaðarstefnan var að ryðja sér til rúms sem andsvar við verksmiðjuiðnað- inum og tengdist einnig þjóðernisvakningu á Íslandi á þessum tíma. Hugsanlegt er einnig að menntafólk hafi ekki skilið innihald og tilgang danska skólaslöjdsins og Nääs-kerfisins. Í tíð Arnheiðar Jónsdóttur var báðum kynjum kennt handverk og föndur til ársins 1939. Hins vegar voru áherslur hennar aðrar en Halldóru. Horfið var frá áherslum heimilisiðnaðarins til listrænna viðfangsefna að fyrirmynd danskra kennara- menntunarstofnana (Ólafur Þ. Kristjánsson, 1958). Þó að Jón Þórarinsson og Matthías Þórðarson hafi verið meðal frumkvöðla í inn- leiðingu uppeldismiðaðra handmennta á Íslandi voru þeir jafnframt stuðningsmenn íslensks heimilisiðnaðar. Af þeirri sögu, sem hér hefur verið rakin, sýnist víst að þeir hafi talið hugmyndafræði uppeldismiðaðra handmennta henta betur sem áherslu í alþýðumenntun enda lögðu þeir mikið á sig til að hrinda í framkvæmd hugmyndum sínum með góðum árangri. Barátta frumkvöðlanna og sterk tengsl þeirra við upphaf kennaramenntunar varð grundvöllurinn að því að uppeldismiðaðar handmenntir festust í sessi í íslensku skólakerfi. Einnig má segja að hugmyndafræði uppeldismiðaðra handmennta hafi átt þátt í að breyta viðhorfum til verklegs náms sem áherslu í alþýðumenntun á Íslandi. Hafa hin uppeldislegu gildi því haft áhrif á innleiðingu og þróun handmenntakennslu hér á landi allt fram til dagsins í dag. atHUgasEMDir 1 Samkvæmt Den danske ordbog (Hjorth og Kristensen, 2003–2005) dregur hugtakið slöjd upprunalega merkingu sína af fornnorræna orðinu slægr sem þýðir snjallur, séður, undirförull, slægvitur, lymskur eða lymskulegur. Í Svíþjóð breyttist þó merk- ing og mynd orðsins lítillega í gegnum tíðina (Hellquist, 1922; Borg, 2006). Eldri útgáfa orðsins er slögher sem þýðir snjallur, séður, duglegur og er dregið af enn eldri mynd þess slöghth sem þýðir listfærni og dugnaður (Hjorth og Kristensen, 2003–2005). 2 Sjá nánari umfjöllun höfunda um hugmyndafræðilegan bakgrunn uppeldismið- aðra handmennta í fyrri grein höfunda (Brynjar Ólafsson og Gísli Þorsteinsson, 2011).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.