Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 134

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Qupperneq 134
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013134 að lifa og læra Jafnrétti jafnréttisfræðslu og gera börnum kleift að efast um staðalmyndir. (Þórdís Þórðardóttir, 2012, bls. 12) Og hvernig er staðan þegar kemur að menntun um kynjajafnrétti á Menntavísinda- sviði Háskóla Íslands? Í niðurstöðum rannsóknar Guðnýjar Guðbjörnsdóttur og Steinunnar Helgu Lárusdóttur (2012) segir að kennarar skilji hugtakið jafnrétti víðum skilningi en tilhneiging sé til að leiða hjá sér eða sýna andstöðu við kynjajafnrétti. Höfundar draga þá ályktun af niðurstöðunum „að átak þurfi til að brúa bilið á milli kennaramenntunar, lagaákvæða og kynjafræðilegra rannsókna og skapa rými fyrir jafnréttisfræðslu í kennaranámi“ (bls. 1). Það virðist því enn mikið verk að vinna þegar jafnrétti kynja er annars vegar, bæði í skólum, kennaramenntun og samfélaginu öllu, og markmiðin því þörf hvað þann þátt varðar, og ekki einvörðungu þörf, það þarf stórátak í þessum efnum. MargbrEytilEiKi Og EinElti Ég ætla að byrja umfjöllunina á persónulegri reynslusögu úr stórfjölskyldu minni. Við fórum öll í Munaðarnes í september sl. þar sem undirrituð hélt upp á stórafmæli sitt. Á laugardagskvöldinu var áætlað að syngja við undirspil afans á gítar svo amman fór í annríki sínu á netið og safnaði saman söngtextum úr hinum og þessum áttum. Áhersla var lögð á að finna texta barnalaga því yngstu kynslóðinni var ætlað að taka þátt í söngnum. Þessi dagskrárliður tókst með eindæmum vel, sá tvítyngdi kunni ekki alla textana en spilaði á luftgítar af miklum móð, sá ofvirki steig á stokk og söng hátt, litli Downs-drengurinn notaði trommukjuðana sína ötullega og aðrir lögðu sitt af mörkum með ýmsum hætti. Eitt laganna á listanum var „Grænt, grænt, grænt er grasið út í haga“ þar sem lagt er upp úr að kenna börnum litina og að vera vinir, eða þannig var það þegar ég söng það í leikskólanum fyrir um 35 árum. Grænt fyrir vin minn litla Jón á Grund, gult fyrir vin minn litla Kínverjann, rautt fyrir vin minn litla indíánann o.s.frv. Þegar fjölskyldan hóf upp raust sína og var komin aðeins inn í lagið fóru að renna tvær grímur á mannskapinn, sumir þögnuðu og ég fékk að heyra það frá öðrum syni mínum: „Ertu að láta barnabörnin þín syngja rasistasöngva?“ Ég reyndi ekki einu sinni að afsaka valið, það hafði farið fram hugsunarlaust með gamla reynslu að leiðarljósi, reynslu sem hafði ekki verið krufin eða rýnt í með gagnrýnum hætti. Viðhorf geta breyst, athafnir manna geta breyst, ég geri ekki ráð fyrir að þetta lag sé sungið í leikskólum nú um stundir fremur en að sagan um Tíu litla negrastráka eða Litla svarta Sambó séu lesnar þar lengur. Á þessu tekur jafnréttisheftið mjög vel, m.a. með umfjölluninni um ríkjandi hugmyndafræði og orðræðu, sem getur og hefur breyst í átt til viðurkenningar og jafnréttis. Eitt virðist þó ekki geta breyst nægilega hratt þrátt fyrir Olweusaráætlanir og aukna umræðu í samfélaginu, en það eins og það sé í lagi að leggja ákveðna einstaklinga og hópa í einelti í íslensku samfélagi. Við höfum séð það á síðum dagblaðanna undanfarið m.a., að hæsta hlutfall þeirra sem eru bæði þolendur og gerendur í einelti séu asísk börn, og að erlend börn standi almennt verr að vígi í samskiptum félaga og eigi erfitt með að eignast íslenska vini (Elimar Hauksson, 2013). Við sjáum að karlmaður sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.