Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 143

Uppeldi og menntun - 01.07.2013, Síða 143
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 22(2) 2013 143 margrét tHeodÓrsdÓttir Kona í kennarahópnum í Tjarnarskóla hóf störf fyrir rúmu ári. Fjölskylda hennar var þá nýflutt til Íslands eftir fimm ára dvöl í Bretlandi og Danmörku. Hún segir mér að það sé gríðarlegur munur á því hvernig foreldrar komi að skólastarfi í þessum tveimur löndum annars vegar og á Íslandi hins vegar. Hún segir að í þeim skólum sem hún starfaði í eða börnin hennar sóttu hafi nánast verið 100% mæting beggja foreldra á alls konar viðburði af hálfu skólans þar sem óskað var eftir að þeir mættu. Þetta hefur verið mér umhugsunarefni. Hvers vegna er þessi hugsunarháttur ekki við lýði hjá okkur Íslendingum? flEiri saMEiginlEgir sigrar Nú eru talsverðar breytingar framundan í kjölfar nýrrar aðalnámskrár þar sem til dæmis mat á skólastarfi, breytt nálgun og aukið vægi mælinga á alls konar færni- þáttum kemur inn. Starf skóla framtíðarinnar á að standa á yfirlýstum grunnstoðum. Lýsing á þeim hefur verið sett á blað og kynnt í skólum landsins. Foreldrar þurfa að sjálfsögðu að vera með á nótunum. Sem löngum fyrr eiga skólarnir auðvitað að axla mikla ábyrgð á þessum breytingum. Ábyrgð okkar er vissulega mjög mikil og við sem störfum í skólum drögum auðvitað vagninn með þeim sem leggja línurnar en það þarf að efla það viðhorf foreldra að þeir eigi að vera til staðar þegar umræður og fræðsla eða kynningar á skólastarfinu eru annars vegar. Með sama hætti þarf að endurspegla þá sameiginlegu ábyrgð sem skólinn og foreldrar bera (líka samkvæmt lögum) að tryggja sem best samspil um velferð og heilbrigði, svo sem mataræði, að barnið/unglingurinn mæti á réttum tíma í skólann, fái nægan svefn, sé studdur í því að bera sífellt aukna ábyrgð eftir því sem ofar dregur í skólakerfinu, efli sjálfsmynd sína, styrki samskiptahæfni og þar fram eftir götunum (bls. 15–47). Aukin samvinna af þessu tagi hefði án efa mjög jákvæð áhrif á grunnstoðirnar heilbrigði og velferð. Hér má til dæmis nefna hversu vel tókst til þegar foreldrar og starfsmenn skóla tóku höndum saman við að vinna gegn unglingadrykkju á sínum tíma. Frábær árangur! Það þarf að vinna fleiri slíka sigra! Einnig er lofsvert að foreldrasamtök hafa staðið fyrir góðum kynningum fyrir for- eldra um breyttar áherslur í skólastarfinu. Sú nálgun og frumkvæði er svo sannarlega af hinu góða. sÖgUþráÐUrinn bEri OKKUr gOtt Vitni Ég segi alltaf við nemendur mína að vellíðan, öryggi og góð mannleg samskipti séu okkar keppikefli í skólastarfinu. Á fyrstu dögum skólastarfs á hverjum vetri hitti ég alla nemendur í skólanum og legg upp í nýjan skólakafla með því að ræða við þá um heilsu, heilbrigði og velferð, góð samskipti og öryggi. Þessir þættir hafa sannanleg áhrif á námsárangur og þroska og möguleika þeirra á því að blómstra í því sem þeir taka sér fyrir hendur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.