Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 169

Helgafell - 01.04.1944, Blaðsíða 169
BÓKMENNTIR 143 leyti renndu krakkarnir sér á sleðum niður af háum hæðum fyrir utan þorpið“ (bls. 11). ,,Yf- ir höfuð var snjór og skíðafæri“ (bls. 29). Svona er málið, en ekki er smekkvísin á hærra stigi. Mereta, prestsdóttirin, fyrirmyndarstúlkan og söguhetjan í bókinni, er látin hrœkja á hréf, sem hún sendir áleitnum aðdáanda sínum: ,,Þú getur verið viss um“, sagði Mereta og hrækti á umslag- ið, ,,að herra Egill verður sneypulegur, þegar hann fær bréfið“ (bls. 42). Þess konar sögur ,,fyrir ungar stúlkur** þarfnast ekki langra skýr- inga. Þar fer allt saman, lítilmótlegt efni og jafn vel ósiðlegt, vont málfar og ósmekkvísi. — Onnur ur bókin af þessu tagi er ,,Ragnheiður“ eftir Margit Ravn. He'gi Valtýsson ísl. (Þorst. M. Jónsson, Ak. 1942). Að efni til er bókin ekkert frábrugðin öðrum meinlausum reyfurum um ástir og ævintýr, nema ef vera skyldi að því leyti, að flestar sögupersónurnar eru unglingstelpur. Helgi Valtýsson hefur þýtt fjölda bóka eftir sama höfund, eru þær flestar líkar að ,,gæðum“ frá höfundarins hendi, en þýðingin á sumum þeirra er með fádæmum, og skal það tekið fram hér, að málið á nokkrum þeirra er stórum verra en á þessari bók. Þótt þýðandi hafi fengizt við ritstörf frá barnæsku, er honum mjög ó- sýnt um að rita íslenzkt mál, og barna- og ung- lingabækur ætti hann alls ekki að þýða. Skulu nú færð rök að þessari staðhæfingu með því að taka nokkur dæmi af handahófi um málið á þessari síðustu þýðingu hans. Hver skilur t. d. orðið ,,afþreyingarfreyja?“ (bls. 18). Þeir sem dönsku og norsku kunna, munu eftir langa eða skamma íhugun geta sér þess til, að þetta sé þýð- ing á orðinu ,,Selskabsdame“. ,,En samt sem áð- ur hafði hún rutt úr sér heillöngum ,,antiorða- lista“ (bls. 20). ,,Henni varð sem sé hugsað til gosbrunnsins úti við Merkjalæk í Osló, þar sem ung og glæsileg mannverund stígur upp úr vatnslöðrinu“ (bls. 22). ,,Ég ætla að koma telpunni fram til ,,ágætlega“, og ég ætla að þrauka þarna nyrðra-----held ég þá“ (bls. 25). — (Jakob) ,,brosti við himinhverfu andliti henn- ar“ (bls. 59). ,,I haustsstormunum dunar það og dynur eins og í Beethovens níundu“ (bls. 82). Loks getur þýðandi ekki einu sinni notað óbrjál- að upphrópunarorðið ,,uss“, það verður á hans niáli ,,ussa“ (bls. 22 og víðar). Þessi dæmi verða að nægja. Getur hver heilvita maður af þeim séð, að málinu er stórlega ábótavant, auk þess sem efni bókarinnar er fremur auvirðilegt, eins og áður er að vikið. Þessi rit, sem nú hefur verið drepið á, eru ekki nema nokkur hluti þýddra barna- og ung- lingabóka, sem út hafa komið síðastliðin 2—3 ár. Flestar þeirra gera hvorki til né frá, þær eru svo sem ,,ekki neitt“, en einni þýddri barna- bók, sem kom út í fyrra, var valið þetta rakn- ræna nafn ! Miklu minna fer fyrir frumsömdum bókum á íslenzku handa börnum og unglingum. Ofvöxt- urinn í bókaútgáfu á þessu sviði, eins og al- mennt, er aðallega þýðingunum að kenna. Skal nú drepið á helztu frumsamdar bækur, sem ný- lega hafa komið út í þessari grein. I fyrra fyrir jól komu út tvær bækur eftir hinn merka kenn- ara og skólamann, Aðalstein Sigmundsson: ,,Tjöld í s\ógi“, drengjasaga (Víkingsútgáfan 1942), fjallar um tvö drengi, sem gæta Þrasta- skógar sumarlangt. Bókin er hollur lestur ung- lingum og vel fallin til þess að vekja áhuga pilta á útivistum og ást á náttúru landsins. Hin bók- in, ,,Drengir sem vaxa“ (Útg. Jens Guðbjörnsson Rvík 1942), er frumsamdar og þýddar drengja- sögur, margar ágætar. Þær eru flestar ritaðar í þeim tilgangi að hafa siðferðileg áhrif á ung- linga, en’ eru þó tiltölulega lausar við prédikun- artón, sem oft kennir í slíkum bókum og þreyt- ir lesendurna. Aðalsteinn heitinn var prýðilega ritfær maður, enda er málið á þessum bókum látlaust og vand- að. Hvarvetna kemur þar fram glöggur skiln- ingur á sálarlífi drengja. Eiga báðar þessar bæk- ur það skilið, að íslenzkur æskulýður lesi þær. — Kristján Friðriksson gaf út eftir sig bók í árið 1942. Heitir hún ,,Smávinir fagrir“, Unglingasaga. Er þar sagt frá tveimur börnum, dreng og telpu, sem eru sumarlangt í sveit. Heitir frændi drengsins hvoru þeirra, sem fleiri grasategundum safnar um suiparið, reiðhesti að launum. Sagan er eiginlega kennslubók í grasa- fræði í skáldsögustíl. Ritið er prýtt mörgum jurtamyndum. Þessi tilraun Kristjáns er hin virðingarverðasta, og er ekki að efa, að ungling- ar hafa stórmikið gagn af því að lesa bókina. — Tómas Guðmundsson hefur ort unaðslegt kvæði út af sögunni um MjaUhvít, og hefur Vík- ingsútgáfan gefið það út (1941), með litprent- uðum teikningum eftir hinn heimskunna lista- mann, Walt Disney. Þetta er sennilega skrautleg- asta barnabókin, sem enn hefur komið út á íslenzku, og hæfir hún bæði ungum börnum og stálpuðum. Hin yngri njóta myndanna og sög- unnar, en hin stálpuðu auk þess hins undur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.